Tilkynning frá Gusti

Í tilefni af frétt frá hestamannafélaginu Andvara í Garðabæ [sem birst hefur á vefmiðlum] vill stjórn Gusts í Kópavogi koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri:Í tilefni af frétt frá hestamannafélaginu Andvara í Garðabæ [sem birst hefur á vefmiðlum] vill stjórn Gusts í Kópavogi koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri:Í tilefni af frétt frá hestamannafélaginu Andvara í Garðabæ [sem birst hefur á vefmiðlum] vill stjórn Gusts í Kópavogi koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri:

Stjórn Gusts lítur svo á að um frestun viðræðna sé að ræða og lagði áherslu á það á fundum með fulltrúum Andvara. Mikil vinna hefur verið lögð í sameiningarviðræður félaganna undanfarna mánuði og góður hugur þar að baki.

Í ljósi gerbreyttrar stöðu í efnahagsmálum lítur stjórn Gusts svo á að ótímabært sé að sameina félögin núna. Fulltrúar Gusts lögðu til að sameiningarviðræðum yrði frestað, aðalfundir haldnir í hvoru félagi fyrir sig og nýjar stjórnir kosnar. Þá væri hægt að halda áfram vinnu og frágangi samninga við sveitarfélögin og taka upp þráðinn í samningarviðræðum þegar þeim er lokið.

Ljóst er að breytt staða í þjóðfélaginu hefur gríðarmikil áhrif á okkar stöðu og nauðsynlegt að sú vinna trufli ekki hefðbundið starf innan félaganna.  Því töldu forsvarsmenn Gusts farsælast á þessu stigi að fresta sameiningarviðræðum þar til staða mála skýrist og samningum um uppbyggingu nýs svæðis verður lokið.

Virðingarfyllst,

Stjórn Gusts