Tilkynning frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr þróunarfjárframlagi til hrossaræktar. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr þróunarfjárframlagi til hrossaræktar.

Markmið styrkveitinganna er að efla þróun og ræktun íslenska hestsins og fylgja þannig eftir árangri þeim er náðst hefur í aukinni fagmennsku í hrossarækt og þjálfun íslenska hestsins.

Styrkhæf eru hverskonar verkefni er lúta að:
A. Kynbótum hrossa, fóðrun þeirra eða meðferð.
B. Tamningum og þjálfun hrossa sem stuðla að auknum árangri og ávinningi.
C. Kynningar- og nýsköpunarstarfi.

Lögð er megin áhersla á að styrkja átaks- og nýsköpunarverkefni sem geta orðið sjálfbær eftir að þróunartímabili þeirra lýkur, útgáfu- og kynningarstarfsemi og hagnýtar rannsóknir. Samkvæmt fjárlögum ársins 2011 hefur sjóðurinn til ráðstöfunar 6 milljónir króna.

Umsóknir skulu berast ráðuneytinu eigi síðar en 15. febrúar 2011. Í umsóknum skal gerð skýr grein fyrir verkefninu sem í hlut á; markmiði þess, framkvæmdaáætlun og ætluðum ávinningi. Hverri umsókn skal fylgja greinargóð kostnaðaráætlun.
Póstfang:
Þróunarfjárnefnd hrossaræktarinnar
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu
Skúlagötu 4
150 Rekjavík.

Nánari upplýsingar veitir: Kristinn Hugason í síma 545 8300, tölvufang: kristinn.hugason@slr.stjr.is


Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið