TOMMA MÓTIÐ 2011 – skráning

Skeiðfélagið stendur fyrir Skeiðleikum og Opnu íþróttamóti á Brávöllum, Selfossi, dagana 10. og 11. september n.k. Skeiðfélagið stendur fyrir Skeiðleikum og Opnu íþróttamóti á Brávöllum, Selfossi, dagana 10. og 11. september n.k.
Mótið er haldið til minningar um Tómas Ragnarsson sem lést fyrir aldur fram þann 16. júlí 2010.

Tekið verður á móti skráningum í dag 5. september og á morgun 6. september til klukkan 23:59 á netfangið marianna@arbae.is. Við skráningu þarf ISnúmer hests og kennitala knapa að koma fram og jafnframt upp á hvora hönd keppendur vilja ríða. Einnig þarf símanúmer knapa að fylgja skráningu.

Skráningargjald er kr. 3.500 á hverja grein og greiðist inn á reikning 0586-14-603238 kt. 620606-0140. Senda þarf greiðslukvittun á netfangið marianna@arbae.is þegar greiðsla hefur átt sér stað og í þeim tilvikum þegar greiðandi er annar en keppandi skal tilgreina kennitölu keppanda í tilvísun kvittunar. Vinsamlega athugið að skráning telst ógild ef staðfest greiðsla hefur ekki borist fyrir kl. 12:00 miðvikudaginn 7. september.

Keppt verður í eftirfarandi greinum ef næg þátttaka fæst:

  • 100 m skeið
  • 150 m skeið
  • 250 m skeið
  • Tölt T1 opinn flokkur
  • Fjórgangur opinn flokkur
  • Fimmgangur opinn flokkur

Vegleg verðlaun eru í öllum flokkum og m.a. 100.000 kr. peningaverðlaun ef slegið verður nýtt heimsmet í 100 m skeiði. Núgildandi heimsmet í greininni eiga Sigurður Sigurðarson og Drífa frá Hafsteinsstöðum, 7,18 sek en það var sett á Skeiðleikum, 4. júlí 2007.