Umsókn um Landsmót 2018

Landssamband hestamannafélaga auglýsir eftir umsóknum hestamannafélaga vegna Landsmóts 2018. Umsókn skal fylgja greinargerð, teikningar af viðkomandi svæði og stutt lýsing á staðarháttum.

Umsækjendum er bent á að kynna sér vel lög og reglugerðir LH er varða undirbúning og framkvæmd landsmóta sem má finna á heimasíðu LH, www.lhhestar.is. Nauðsynlegt er að umsókn fylgi fjöldi hesthúsaplássa og gistirýma í næsta nágrenni, í allt að 20km radíus frá mótssvæði.

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sín svæði fram skulu ásamt fulltrúum viðkomandi sveitastjórnar mæta á skrifstofu LH til að kynna sitt svæði, möguleika þess fyrir Landsmót 2018 og aðkomu þeirra að markaðssetningu og ákveðnum þáttum mótahaldsins.

Frestur til að kynna og leggja fram umsókn rennur út 25. september 2014.

Allar frekari upplýsingar eru að finna hjá skrifstofu LH í síma 514-4030.

Stjórn LH