Umsóknir um Landsmót 2024

Landsmót hestamanna ehf. auglýsir eftir umsóknum hestamannafélaga vegna Landsmóts 2024.

Umsóknum skulu fylgja greinargerð, teikningar af viðkomandi svæði og stutt lýsing á staðarháttum. Nauðsynlegt er að umsókn fylgi fjöldi hesthúsaplássa og gistirýma í nágrenni við mótssvæði. Ef fleiri en eitt félag standa að umsókninni skal koma fram hvaða félög það eru.

Umsækjendum er bent á að kynna sér vel lög og reglugerðir LH er varða undirbúning og framkvæmd landsmóta sem má finna í lögum og reglum á vef LH, www.lhhestar.is.

 Eftir að umsóknarfresti lýkur munu stjórnir LH og LM ehf. boða til fundar á mótsvæðum umsækjenda. Á fundina skulu umsóknaraðilar mæta ásamt fulltrúum viðkomandi sveitastjórnar/sveitastjórnum. Á fundinum skal fara fram kynning á svæðinu af hálfu umsóknaraðila.

Miðað er við að rekstrarfyrirkomulagið verði með þeim hætti að mótshaldarar eru ábyrgir fyrir rekstrinum, sjá fyrri samninga um LM hér: https://www.lhhestar.is/is/um-lh/lm-ehf

Umsóknarfrestur er til 1. mars 2020 og skal senda umsóknir á netfangið lh@lhhestar.is.

Nánari upplýsingar veitir skrifstofa LH, 514-4030, lh@lhhestar.is.