Unglingalandsmót UMFÍ á Akureyri 30 júlí – til 2 ágúst.

Keppt verður í hestaíþróttum á unglingalandsmótinu sem haldið verður á Akureyri um verslunarmannahelgina.

Keppnisgreinar:

Barnaflokkur 11-13 ára.

  • Tölt T1 – Fjórgangur V1.

Unglingaflokkur 14-17 ára.

  • Tölt T1 – Fjórgangur V1 - Fimmgangur F1 - 100 metra skeið.

Ungmennaflokkur 18 ára.

  • Tölt T1 – Fjórgangur V1 – Fimmgangur F1 - 100 metra skeið.

Keppt verður á Hlíðarholtsvelli á Akureyri.
Skráning fer fram á vef UMFÍ umfi.is og skráningu líkur á miðnætti sunnudaginn 26 júlí.
Mótsgjald er kr 6000.

Léttiskrakkar keppa undir merkjum ÍBA og greiða kr 4000 (hluti skráningargjalda er niðurgreitt af Akureyrarbæ).
Greinastjóri áskilur sér rétt að fella niður greinar ef ekki næst næg þátttaka.

Allar nánari upplýsingar veitir Sigfús Ólafur Helgason greinastjóri hestaíþrótta í síma 846-0768. Netfang fusihelga@simnet.is.