Upplýsingaveita um hesthús

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur nú tekið í notkun upplýsingaveitu á vefslóðinni www.hesthus.is, en vefsíðan er rekin af átaksverkefninu Hross í hollri vist. Tilgangur þess verkefnis er að fræða hestamenn og hesthúsaeigendur um kosti og galla ólíkra lausna sem viðkoma hesthúsum og nærumhverfi hrossa. Landbúnaðarháskóli Íslands hefur nú tekið í notkun upplýsingaveitu á vefslóðinni www.hesthus.is, en vefsíðan er rekin af átaksverkefninu Hross í hollri vist. Tilgangur þess verkefnis er að fræða hestamenn og hesthúsaeigendur um kosti og galla ólíkra lausna sem viðkoma hesthúsum og nærumhverfi hrossa.
Fréttatilkynning:
 
Nú þegar eru komnar upplýsingar á síðuna um nokkrar gerðir af undirburði, m.a. glænýja afurð verkefnissins sem er kögglaður hálmur. Þegar líður á verkefnið munu koma inn á vefinn allar helstu fræðsluupplýsingar um hesthús, innréttingar og almennt um nærumhverfi hrossa.
 
Eitt af verkefnum átaksins er að bjóða hestamönnum upp á úttektir á hesthúsum og fá hesthúseigendurnir svo umsögn um hesthúsið og hvað betur má fara. Einnig verður boðið upp á aðstoð við nýhönnun s.s. yfirferð teikninga, leiðbeiningar varðandi frágang ofl.
 
Þá býður verkefnið m.a. upp á þrennskonar fyrirkomulag á námskeiðum fyrir hestamenn og áhugamenn um húsvist hrossa. Þessi námskeið eru fyrir hestamannafélög eða hópa áhugasamra hestamanna sem taka sig saman.

Á námskeiði I er farið í skynjun og atferli hrossa, aðstöðu og aðbúnað hrossa á húsi, loftræstingu hesthúsa ásamt þvi sem farið verður í frágang gólfa og útigerði.
Á námskeiði II er farið í helstu atriði varðandi laga- og reglugerðaumhverfi hrossa og hesthúsbygginga, í undirbúning framkvæmda og breytinga eldri húsa.

Einnig verður tekið fyrir aðstöða og aðbúnaður fólks í hesthúsum, hönnunarforsendur með þjónustuaðila í huga, hljóðvist, lýsingu og lagnamál ásamt því að kynnt verða möguleikar eftirlitskerfa og mögulegar hugmyndir að hesthúsi framtíðarinnar. Námskeið þrjú er svo heilsdagsnámskeið þar sem þessi tvo námskeið eru tekin saman.
 
Verkefnisstjóri verkefnissins er Sigtryggur Veigar Herbertsson, sérfræðingur Landbúnaðarháskólans í aðbúnaðar og atferlisfræði hrossa (radgjof@hesthus.is).
 
Aðal kostunaraðili verkefnisins er auk Landbúnaðarháskóla Íslands, Framleiðnisjóður Landbúnaðarins.
 
 
Búrekstrarsvið Landbúnaðarháskóla Íslands
Snorri Sigurðsson
Framkvæmdastjóri
Bút-húsi, Hvanneyri
311 Borgarnesi
 
Aðalnúmer: 433 5000
Beint númer: 433 5096
GSM númer: 843 5341