Uppskeruhátíð Hestamanna 10. janúar 2015

Uppskeruhátíð Hestamanna

10. janúar 2015 

Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin á Gullhömrum í Grafarholti 10. janúar næstkomandi. Gullhamrar er einn glæsilegasti veitinga- og veislustaður á landinu í dag og ætti því enginn að láta sig vanta á þessa frábæru hátíð okkar. Dagskráin verður með sama móti og venjulega. Verðlaunaafhendingin verður á sínum stað, dýrindis þriggja rétta máltíð og að sjálfsögðu dönsum við saman langt fram eftir nóttu eins og okkur hestamönnum er einum lagið.

 

Hljómsveitin Rokk heldur uppi fjörinu en í henni eru þeir:

Hreimur Örn - gítar og söngur

Pálmi Sigurhjartarson - píanó og söngur

Benedikt Brynleifsson - trommur

Róbert Þórhallsson - bassi

Vignir Snær - gítar og söngur

 

Þriggja réttar máltíðin verður með glæsilegu móti:

Forréttur - Austurlensk sjávarréttasúpa með karrí og kókos

Aðalréttur - Lambahryggvöðvi með kartöfluköku, steiktum skógarsveppum og lambasoðsósu

Ábætisréttur - Suðrænn kókosdraumur með berjablöndu og crumble.

 

Ekki láta þig vanta á eina glæsilegustu uppskeruhátíð til þessa!

 

 

Fyrstir koma fyrstir fá!

   

Miðasala er hafin á gullhamrar@gullhamrar.is

Miða og borðapantanir verða til kl. 18, þriðjudaginn 6. janúar.

Miðar verða afhentir miðvikudaginn 7. janúar í Gullhömrum.

Verð: 9600 kr.

Selt inn á dansleik frá 23.30. Verð 2.500 krónur

 

Gestir þurfa að senda kvittun á gullhamrar@gullhamrar.is og þá verður tekið frá borð á þeirra nafni.

Borðaröðun fer fram þegar miðasölu lýkur!