Uppskeruhátíðin 9. nóvember

Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin hátíðleg á Broadway laugardagskvöldið 9. nóvember næstkomandi. Dagskrá kvöldsins verður með hefðbundnum hætti, hátíðarmatseðill, skemmtiatriði, verðlaun afhent og fjörugt ball í lokin.

Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin hátíðleg á Broadway laugardagskvöldið 9. nóvember næstkomandi. Dagskrá kvöldsins verður með hefðbundnum hætti, hátíðarmatseðill, skemmtiatriði, verðlaun afhent og fjörugt ball í lokin. 

Þetta hlýtur að vera uppskrift að góðu kvöldi með hressu og skemmtilegu fólki úr heimi hestamennskunnar. 

Verð á borðhald, skemmtun og ball er kr. 8.600 og kr. 2.500 ef menn kjósa að koma bara á ballið. Miðasalan fer fram á Broadway frá og með 28. október í síma 533 1100.

Hestamenn eru hvattir til að taka daginn frá og gleðjast saman yfir árangri ársins 2013.

uppskera2013