Uppskeruhátíðin verður 7. nóv.

Hápunktur ársins í skemmtanahaldi hestamanna - Uppskeruhátíðin - fer fram á Broadway í Reykjavík laugardaginn 7. nóvember nk. Að hátíðinni standa Landssamband hestamannafélaga og Félag hrossabænda. Hápunktur ársins í skemmtanahaldi hestamanna - Uppskeruhátíðin - fer fram á Broadway í Reykjavík laugardaginn 7. nóvember nk. Að hátíðinni standa Landssamband hestamannafélaga og Félag hrossabænda. Boðið verður upp á glæsilegan þriggja rétta málsverð, skemmtidagskrá og dansleik, auk þess sem veitt verða knapaverðlaun og ræktunarbú ársins útnefnt.
Miðasala hefst á mánudaginn kemur, 21. september, og fer hún eingöngu fram hjá Broadway í Ármúla, s: 533 1100 og á www.broadway.is. Tryggið ykkur miða í tíma, því það er alltaf uppselt á þessu vinsælu stórhátíð!
ATH! Stórlækkað miðaverð! LH og FHB hafa tekið höndum saman við Broadway um að stilla miðaverði í hóf og kostar miðinn aðeins kr. 6.900 fyrir mat og ball. Miði á ball eftir miðnætti kr. 2.500.
Hristum af okkur kreppu og leiðindi og skemmtun okkur saman!
 
Meðfylgjandi mynd sýnir fjölskylduna í Auðsholtshjáleigu sem hampaði titli ræktunarbús ársins 2008. Ljósm.: HGG