Úrslit Allra sterkustu

Allra sterkustu fór fram í TM höllinni í Víðidal á laugardaginn. Mótið heppnaðist einkar vel en megin tilgangur þess er að safna styrkjum fyrir Landsliði í hestaíþróttum. Þar öttu kappi okkar sterkustu knapar ásamt því að  sem U21 landsliðið var með glæsilega sýningu. Mikil stemning var í höllinni og frábært hversu margir lögðu leið sína á sýninguna.

Vel seldist af happdrættismiðum á sýningunni enda vinningarnir frábærir, enn er hægt að tryggja sér miða í happdrættinu auk þess eru fáeinir óseldir miðar í stóðhestaveltunni. Nú er því síðasti séns að tryggja sér miða undir einn af okkar allra bestu hestum. Útdráttur verður auglýstur síðar.

Hér má svo sjá úrslitin:

Fjórgangur

  1. Sara Sigurbjörnsdóttir á Flugu frá Oddhóli
  2. Eyrún Ýr Pálsdóttir á Blæng frá Hofstaðaseli
  3. Hinrik Bragason á Sigri frá Stóra-Vatnsskarði
  4. Jóhanna Margrét Snorradóttir á Kormáki frá Kvistum
  5. Hákon Dan Ólafson á Halldóru frá Hólaborg

Fimmgangur

  1. Elvar Þormarsson á Djáknar frá Selfoss
  2. Ásmundur Ernir Snorrason á Ás frá Strandarhöfði
  3. Viðar Ingólfsson á Vigri frá Bæ
  4. Jakob Svavar Sigurðsson á Nökkva frá Hrískoti
  5. Hans Þór Hilmarsson á Ölri frá Reykjavöllum

Slaktaumatölt T2

  1. Sigurður Vignir Matthíasson á Dýra frá Hrafnkelsstöðum
  2. Viðar Ingólfsson á Þormari frá Neðri-Hrepp
  3. Ragnhildur Haraldsdóttir á Kötlu frá Mörk
  4. Teitur Árnason á Nirði frá Feti
  5. Arnar Bjarki Sigurðsson á Magna frá Ríp

Úrslit slaktaumatölt T2

  1. Sigurður Vignir Matthíasson á Dýra frá Hrafnkelsstöðum
  2. Viðar Ingólfsson á Þormari frá Neðri-Hrepp
  3. Ragnhildur Haraldsdóttir á Kötlu frá Mörk
  4. Teitur Árnason á Nirði frá Feti
  5. Arnar Bjarki Sigurðsson á Magna frá Ríp

Tölt T1

  1. Árni Björn Pálsson á Kastaníu frá Kvistum
  2. Jakob Svavar Sigurðsson á Skarpi frá Kýrholti
  3. Guðmundur Björgvinsson á Fjöður frá Hrísakoti
  4. Helga Una Björnsdóttir á Bylgju frá Barkarstöðum
  5. Ásmundur Ernir Snorrason á Aðdáun frá Sólstað