Úrslit Íslandsmóts í hestaíþróttum 2021

Árni Björn Pálsson og Ljúfur frá Torfunesi. Mynd: Eiðfaxi.
Árni Björn Pálsson og Ljúfur frá Torfunesi. Mynd: Eiðfaxi.

Íslandsmót í hestaíþróttum 2021 fór fram á Hólum í Hjaltadal dagana 30. júní til 4. júlí. Mótið þótti heppnast vel í alla staði í blíðskaparveðri og Hjaltadalurinn skartaði sínu fegursta.

Íslandsmeistari í fjórgangi varð Jóhanna Margrét Snorradóttir á hestinum Bárði frá Melabergi með einkunnina 8,07. Jóhanna Margrét er úr Hestamannafélaginu Mána. Efstur inn í úrslit var Jakob Svavar Sigurðsson úr Hestamannafélaginu Dreyra, á hestinum Hálfmána frá Steinsholti, en þeir urðu að hætta keppni í úrslitum þegar ístaðsól slitnaði.

Úrslit í fjórgangi fóru þannig:

1

Jóhanna Margrét Snorradóttir

Bárður frá Melabergi

8,07

2

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir

Óskar frá Breiðstöðum

7,83

3-4

Helga Una Björnsdóttir

Hnokki frá Eylandi

7,70

3-4

Ragnhildur Haraldsdóttir

Úlfur frá Mosfellsbæ

7,70

5

Mette Mannseth

Skálmöld frá Þúfum

7,57

6

Jakob Svavar Sigurðsson

Hálfmáni frá Steinsholti

0,00

 

Íslandsmeistari í fimmgangi varð Eyrún Ýr Pálsdóttir úr Hestamannafélaginu Skagfirðingi á hestinum Hrannari frá Flugumýri, með einkunnina 7,95. Eyrún Ýr og Hrannar hafa áður unnið stóra sigra á Hólum, sínum heimavelli, en fyrir nákvæmlega fimm árum unnu þau A-flokk á Landsmóti á Hólum. Efstur eftir forkeppni var Árni Björn Pálsson og Katla frá Hemlu II með einkunnina 7,73.

Úrslit í fimmgangi fóru þannig:

1

Eyrún Ýr Pálsdóttir

Hrannar frá Flugumýri II

7,95

2

Guðmundur Björgvinsson

Sólon frá Þúfum

7,67

3

Arnar Bjarki Sigurðarson

Álfaskeggur frá Kjarnholtum I

7,65

4-5

Ólafur Andri Guðmundsson

Kolbakur frá Litla-Garði

7,60

4-5

Árni Björn Pálsson

Katla frá Hemlu II

7,60

6

Teitur Árnason

Atlas frá Hjallanesi 1

7,52

 

Íslandsmeistari í slaktaumatölti varð Jakob Svavar Sigurðsson úr Hestamannafélaginu Dreyra, á hestinum Kopar frá Fákshólum með einkunnina 8,42. Jakob og Kopar fóru lengri leiðina að sigrinum því þeir unnu sig upp úr b-úrslitum og fengu þar einkunnina 8,71. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir úr Hestamannafélaginu Herði var efst eftir forkeppni með einkunnina 8,63, á hestinum Óskari frá Breiðstöðum en þau urðu að hætta keppni í úrslitum þegar Óskar missti skeifu.

Úrslit í slaktaumatölti fóru þannig:

1

Jakob Svavar Sigurðsson

Kopar frá Fákshólum

8,71

2

Helga Una Björnsdóttir

Hnokki frá Eylandi

8,54

3

Hinrik Bragason

Kveikur frá Hrísdal

8,50

4

Mette Mannseth

Blundur frá Þúfum

8,38

5

Edda Rún Guðmundsdóttir

Spyrna frá Strandarhöfði

7,79

6

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir

Óskar frá Breiðstöðum

0,00

 

Mótinu lauk með úrslitum í tölti þar sem Árni Björn Pálsson og Ljúfur frá Torfunesi fóru með sigur af hólmi. Árni Björn er úr Hestamannafélaginu Fáki og hlutu þeir einkunnina 9,44 í úrslitum og er það með hærri einkunnum sem gefin hefur verið í tölti. Þeir félagar voru einnig efstir eftir forkeppni með einkunnina 9,13.

Úrslit í tölti fóru þannig:

1

Árni Björn Pálsson

Ljúfur frá Torfunesi

9,44

2

Viðar Ingólfsson

Maístjarna frá Árbæjarhjáleigu II

9,00

3

Jóhanna Margrét Snorradóttir

Bárður frá Melabergi

8,78

4-5

Jakob Svavar Sigurðsson

Hálfmáni frá Steinsholti

8,67

4-5

Ævar Örn Guðjónsson

Vökull frá Efri-Brú

8,67

6

Teitur Árnason

Taktur frá Vakurstöðum

8,56

 

Íslandsmeistari í samanlögðum fjórgangsgreinum varð Jakob Svavar Sigurðsson á hestinum Hálfmána frá Steinsholti en þann titil hlýtur par sem er með hæstu samanlagða einkunn úr forkeppni í fjórgangi og tölti eða slaktaumatölti.

Íslandsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum varð Haukur Baldvinsson á hestinum Sölva frá Stuðlum en þann titil hlýtur par sem er með hæstu samanlagða einkunn úr forkeppni í fimmgangi, einni töltgrein og einni skeiðgrein.

Íslandsmót ungmenna fór fram samhliða Íslandsmóti fullorðinna. Sá háttur er hafður á að fulllorðnir og ungmenni ríða forkeppni saman en svo eru sérstök úrslit fyrir hvorn aldursflokk.

Í ungmennaflokki varð Glódís Rún Sigurðardóttir þrefaldur Íslandsmeistari á hestinum Glymjanda frá Íbishóli með einkunnina 7,33. Glódís er úr Hestamannafélaginu Sleipni. Þau Glódís og Glymjandi urðu Íslandsmeistarar í fjórgangi með 7,10, slaktaumatölti með 7,67 og einnig í samanlagðum fjórgangsgreinum.

Úrslit í fjórgangi ungmenna fóru þannig:

1

Glódís Rún Sigurðardóttir

Glymjandi frá Íbishóli

7,33

2

Benedikt Ólafsson

Biskup frá Ólafshaga

7,17

3

Katla Sif Snorradóttir

Bálkur frá Dýrfinnustöðum

7,07

4

Hafþór Hreiðar Birgisson

Hróður frá Laugabóli

6,83

5-6

Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

Skálmöld frá Eystra-Fróðholti

6,63

5-6

Ylfa Guðrún Svafarsdóttir

Stórstjarna frá Akureyri

6,63

 

Úrslit í slaktaumatölti ungmenna fóru þannig:

1

Glódís Rún Sigurðardóttir

Glymjandi frá Íbishóli

7,67

2

Katrín Ósk Kristjánsdóttir

Höttur frá Austurási

7,00

3

Arnar Máni Sigurjónsson

Blesa frá Húnsstöðum

6,96

4

Benedikt Ólafsson

Bikar frá Ólafshaga

6,92

5

Egill Már Þórsson

Hryggur frá Hryggstekk

6,83

6

Thelma Dögg Tómasdóttir

Bósi frá Húsavík

6,46

 

Íslandsmeistari ungmenna í fimmgangi varð Hafþór Hreiðar Birgisson úr Hestamannafélaginu Spretti á hestinum Verði frá Vindási með einkunnina 7,24. Eftir forkeppni voru Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir og Vísir frá Helgatúni efst með einkunnina 6,57.

Úrslit í fimmgangi ungmenna fóru þannig:

1

Hafþór Hreiðar Birgisson

Vörður frá Vindási

7,24

2

Hákon Dan Ólafsson

Júlía frá Syðri-Reykjum

6,71

3

Glódís Rún Sigurðardóttir

Kári frá Korpu

6,40

4

Rósa Kristín Jóhannesdóttir

Greipur frá Haukadal 2

6,26

5

Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

Vísir frá Helgatúni

5,55

6

Þorvaldur Logi Einarsson

Dalvar frá Dalbæ II

0,00

 

Íslandsmeistari ungmenna í tölti varð Guðmar Freyr Magnússon úr hestamannafélaginu Skagfirðingi á hestinum Sigursteini frá Íbishóli með einkunnina 7,78 og voru þeir einnig efstir eftir forkeppni. Guðmar Freyr varð fyrir því óhappi fyrr í mánuðinum að fótbrotna en hann lét það ekki halda aftur af sér og reið til sigurs í tölti.

Úrslit í tölti ungmenna fóru þannig:

1

Guðmar Freyr Magnússon

Sigursteinn frá Íbishóli

7,78

2

Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

Skálmöld frá Eystra-Fróðholti

7,61

3-4

Glódís Rún Sigurðardóttir

Stássa frá Íbishóli

7,39

3-4

Benedikt Ólafsson

Biskup frá Ólafshaga

7,39

5

Katla Sif Snorradóttir

Bálkur frá Dýrfinnustöðum

7,17

6-7

Thelma Dögg Tómasdóttir

Taktur frá Torfunesi

6,94

6-7

Jóhanna Guðmundsdóttir

Mugga frá Leysingjastöðum II

6,94

 

Samanlagður sigurvegari í fimmgangsgreinum varð Hákon Dan Ólafsson á hryssunni Júlíu frá Syðri-Reykjum.

Í skeiðgreinum fóru leikar þannig að í 250 m. skeiði urðu Konráð Valur Sveinsson úr Hestamannafélaginu Fáki og Kjarkur frá Árbæjarháleigu Íslandsmeistarar á tímanum 21,65 sek. Í 150 m. skeiði urðu Íslandsmeistarar í flokki fullorðinna Þórarinn Ragnarsson úr Hestamannafélaginu Smára og Bína frá Vatnsholti á tímanum 14,07 sek og í ungmennaflokki Glódís Rún Sigurðardóttir úr hestamannafélaginu Sleipni og Blikka frá Þóroddsstöðum á 14,94 sek. Í 100 m. skeiði urðu nokkuð óvænt úrslit en í fullorðinsflokki sigruðu Benjamín Sandur Ingólfsson úr Hestamannafélaginu Fáki og Fáfnir frá Efri-Rauðalæk á tímanum 7,25 sek og í ungmennaflokki sigraði Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir úr Hestamannafélaginu Sindra á hestinum Ylfu frá Miðengi á tímanum 7,71 sek.

Í gæðingaskeiði urðu jafnir í fyrsta sæti í flokki fullorðinna Elvar Þormarsson úr Hestamannafélaginu Geysi á hryssunni Fjalladís frá Fornusöndum  og Konráð Valur Sveinsson og Tangó frá Litla-Garði með einkunnina 8,25 og í ungmennaflokki sigraði Benedikt Ólafsson á Leiru-Björk frá Naustum III með einkunnina 7,71 (uppfært 12. júlí).