Úrtaka fyrir HM 2013 - Gullmótið

Eyjólfur Þorsteinsson og Spyrna frá Vindási.
Eyjólfur Þorsteinsson og Spyrna frá Vindási.
Gullmótið 2013 verður haldið dagana 11.-15. júní á félagssvæði Fáks í Víðidal. Á mótinu verður úrtaka fyrir heimsmeistaramótið í hestaíþróttum. Þann 11. júní fer fram fyrri umferð og allar skeiðgreinar.

Gullmótið 2013 verður haldið dagana 11.-15. júní á félagssvæði Fáks í Víðidal. Á mótinu verður úrtaka fyrir heimsmeistaramótið í hestaíþróttum.

Þann 11. júní fer fram fyrri umferð og allar skeiðgreinar. Gullmótið hefst 13. júní og þá fer fram seinni umferð úrtöku.


Keppt verður í fjórum flokkum:

  • Unglingar
  • Ungmenni
  • Opinn flokkur 
  • 2. flokkur

Keppnisgreinar eru eftirfarandi:

Tölt, t1, T2, 4-gangur V1, 5-gangur F1, gæðingaskeið pp1, 100 m p2, 150 m p3 og 250m p1.

2. flokkur: tölt T7 og fjórgangur V5.

Skráning hefst 28. maí á www.sportfengur.com og lýkur 4. júní. Velja þarf úrtöku fyrir HM eða Gullmótið.

Lágmarkseinkunn í opnum flokki er 6,0. Lágmarkseinkunn í unglinga- og ungmennflokki
er 5,5. Ekkert lágmark í 2. flokki.

Skráningargjald: Gullmótið kr. 5.000,- og úrtaka fyrir Hm kr. 12.000,-

Nánari upplýsingar í síma 893 3559, 898 9354 og 897 5580.