Úrtaka Snæfellings fyrir FM09 á Kaldármelum

Hestamannafélagið Snæfellingur heldur úrtöku vegna Fjórðungsmóts á Kaldármelum sem jafnframt verður félagsmót hestamannafélagsins.  Snæfellingur á rétt á að senda 4 hesta til keppni á Fjórðungsmóti í hverjum flokki. Hestamannafélagið Snæfellingur heldur úrtöku vegna Fjórðungsmóts á Kaldármelum sem jafnframt verður félagsmót hestamannafélagsins.  Snæfellingur á rétt á að senda 4 hesta til keppni á Fjórðungsmóti í hverjum flokki.  

Verður mótið haldið í Stykkishólmi laugardaginn 23. maí nk. og hefst kl. 10.  Verður um að ræða keppni í  A og B flokki gæðinga og flokki barna, unglinga og ungmenna. Skráningar á mótið skulu berast á netfangið hrisdalur@hrisdalur.is  í síðasta lagi miðvikudaginn 20. maí kl. 12:00 .

Skráningargjald er kr. 2000  fyrir hverja skráningu i gæðingakeppninni en 500 fyrir börn og unglinga. Við skráningu þarf að gefa upp IS númer hests og GSM síma þess er skráir.  Hestar þurfa að vera grunnskráðir i World Feng. Skráningargjald  leggist inn á reikningsnúmer 0191-26-000876, kt. 440992-2189, fyrir fimmtudaginn 21. maí.
 
Stjórn Snæfellings.