Úrvalshópur unglinga og ungmenna 16. - 21. árs í hestamennsku

Landssamband hestamannafélaga skipaði nefnd í lok desember 2007 til að koma á stokk úrvalshópi unglinga og ungmenna í hestamennsku.Landssamband hestamannafélaga skipaði nefnd í lok desember 2007 til að koma á stokk úrvalshópi unglinga og ungmenna í hestamennsku.

Landssamband hestamannafélaga skipaði nefnd í lok desember 2007 til að koma á stokk úrvalshópi unglinga og ungmenna í hestamennsku.

Aðalmarkmið verkefnisins um úrvalshóp í hestamennsku er að gefa unglingum og ungmennum kost á bestu þjálfurum, fyrirlesurum og dómurum á hverjum tíma.Takmarkið er að bæta kunnáttu þeirra, auka skilning og gera þau að eins góðum hestamönnum og kostur er á.

Ráðinn hefur verið þjálfari í verkefnið og mun hann ásamt nefndarmönnum vinna úr umsóknum verkefnisins.Auk þess sem hestamannafélögin munu kynna verkefnið til sinna félagsmanna.

Við valið er stuðst við eftirfarandi þætti:

·Ástundun og árangur

·Reiðmennsku

·Prúðmennsku

Umsóknin er opin öllum unglingum og ungmennum á aldrinum 16. – 21. árs, hvar sem þau eru búsett á landinu.

Hópurinn er valinn til eins árs í senn og eitt af verkefnum hans er að koma fram á opinberum viðburðum fyrir hönd LH.

Umsækjendur þurfa að skila inn stöðluðum umsóknum, spurningarlista og myndbandi með umsækjanda á hestbaki þar sem einstaklingurinn sem reiðmaður er metinn, ekki verður horft í hestakost á tilteknu myndbandi. Auk þess þarf að fylgja þeim greinargerð um ástundun og árangur frá þjálfara og formanni æskulýðsdeildar eða formanni þess félags sem umsækjandi er í.

Umsóknarfrestur er til 15.febrúar 2009.

Stefnt er að því að kynna hverjir verða valdir í hópinn um miðjan mars 2009.

Nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu LH /Oddrún í síma 514-4033

 

Hægt er að senda umsóknirnar á netfangið lh@isi.is eða póstsenda á:
Landssamband hestamannafélaga bt/Oddrún
Engjavegi 6
104 Reykjavík

 

Umsókn og spurningarlista má finna undir linknum eyðublöð