Veislan hefst kl. 19 - húsið opnar kl. 18

Þá er stóri dagurinn runninn upp. Í kvöld munu allra sterkustu töltarar landsins keppa um titilinn "Sá allra sterkasti 2016". Hver verður það? Samskipahöllin opnar kl. 18, töltið hefst kl. 19.

Miðar eru til sölu í Líflandi til kl. 15 í dag, í Top Reiter til kl. 14 og hjá Baldvini og Þorvaldi til kl. 13. Miðinn kostar 3.500 kr.

Minnum einnig á happdrættið, glæsilegir vinningar þar og miðinn aðeins á krónur 1.000! 

Stóðhestaveltan á sínum stað, heyrst hefur að margir fremstu ræktendur landsins ætli að tryggja sér nokkra tolla í veltunni, enda hver tollur á aðeins 25.000 krónur. Einungis toppstóðhestar í pottinum!

Dagskrá: 

  • 18:00 Húsið opnar
  • 19:00 Töltveislan hefst
  • 20:50 Stóðhestar 1. hópur
  • 21:00 B-úrslit
  • 21:20 Sigur frá Stóra-Vatnsskarði dansar um salinn
  • 21:25 Hlé - tónlist í sal
  • 22:00 Landsliðsknapar
  • 22:05 Stóðhestar 2. hópur
  • 22:15 A-úrslit
  • 22:40 Happdrætti - dregið
  • 22:50 Verðlaunaafhending
  • 23:00 Dagskrárlok

Hlökkum til að sjá ykkur hestamenn góðir, í Samskipahöllinni í kvöld!

Landsliðsnefnd LH