Vetrarmót Keiluhallarinnar og Gusts – úrslit

Annað mótið í vetrarmótaröð Keiluhallarinnar og Gusts fór fram í Glaðheimum í gær. Um er að ræða þriggja móta syrpu þar sem þátttakendur safna stigum og í lok þriðja mótsins verða samanlagðir sigurvegarar svo verðlaunaðir sérstaklega. Stigakeppnin er mjög spennandi og jafnt á knöpum í mörgum flokkum, einn knapi hefur þó afgerandi forystu í sínum flokki, en það er Matthías Kjartansson í ungmennaflokki sem hefur sigrað á báðum mótunum hingað til.
 Annað mótið í vetrarmótaröð Keiluhallarinnar og Gusts fór fram í Glaðheimum í gær. Um er að ræða þriggja móta syrpu þar sem þátttakendur safna stigum og í lok þriðja mótsins verða samanlagðir sigurvegarar svo verðlaunaðir sérstaklega. Stigakeppnin er mjög spennandi og jafnt á knöpum í mörgum flokkum, einn knapi hefur þó afgerandi forystu í sínum flokki, en það er Matthías Kjartansson í ungmennaflokki sem hefur sigrað á báðum mótunum hingað til.


Aðstæður til keppni í gær voru hinar bestu, glampandi sól, logn og fallegt veður og völlurinn góður, þannig að þátttaka var mjög mikil. Dagurinn hófst á kaffi í Helgukoti, en stjórn Gusts og Kvennadeildin hafa boðið öllum upp á vöfflur og meðlæti á vetrarleikadögum í ár, auk þess sem engin skráningargjöld hafa verið á leikana. Þetta framtak hefur mælst vel fyrir og verið góð stemming í kringum mótahaldið. Nýlega tókust svo samningar við Keiluhöllina um að styrkja mótaröðina og jafnvel frekara mótahald í Gusti í vetur og vilja Gustarar þakka þeim sérstaklega fyrir sitt framlag. 


Að venju var hestakostur góður og hörkukeppni í öllum flokkum, en úrslit urðu sem hér segir:

Pollaflokkur – þátttakendur:


Sigurður Baldur Ríkharðsson og Fjalar f. Kalastaðakoti 9v jarpur

Gunnar Ragnarsson og Hylling f. Kópavogi 8v brún

Hafþór Hreiðar Birgisson og Jörð f. Meðalfelli 9v rauð

Viktor Orri Haraldsson og Kyndill f. Bjarnanesi 14v jarpur

Ingvar Freyr Haraldsson og Geisli f. Akurgerði 14v rauðbles.

Hrafnhildur Hólm Guðnadóttir og Alltilagi 11v rauður

Barnaflokkur:

1. Auður Ása Waagfjörð og Blöndal f. Blesastöðum 9v jarpur

2. Særós Ásta Birgisdóttir og Vafi f. Hafnarfirði 11v rauðtvístjörn.

3. Herborg Vera Leifsdóttir og Hringur f. Hólkoti 8v sótrauður

4. Kristín Hermannsdóttir og Viður f. Reynisvatni 14v bleikálóttur

5. Stefán Hólm Guðnason og Rauðka f. Tóftum 7v rauðstjörn.

Unglingaflokkur:

1. Rúna Halldórsdóttir og Stígur f. Reykjum I 10v jarpur

2. Elín Rós Hauksdóttir og Íris f. Lækjarbakka 15v brún

3. Elvar F. Frímannsson og Galdur f. Flugumýri 14v jarpskjóttur

4. Bertha M. Waagfjörð og Glókolur f. Hafnarfirði 7v rauðglófextur

5. Helena Ríkey Leifsd.  og Jökull f. Hólkoti 5v grár

Ungmennaflokkur:

1. Matthías Kjartansson og Glói f. Vallanesi 8v rauðglófextur

2. Oddrún Gylfadóttir og Höttur f. Álftárósi 12v rauðhött.

3. Bjarnleifur Bjarnleifsson og Sædís f. Grásteini 5v brún

4. Vilmundur Jónsson og Bríet f. Skeiðháholti 8v bleikbles.

5. Anna Guðjónsdóttir og Sif f. Skeiðháholti 10v móálótt

Konur II:

1. Elva Björk Sigurðardóttir og Fjalar f. Kalastaðakoti 9v jarpur

2. Soffía Sveinsdóttir og Týr f. Þingeyrum 7v rauðblesóttur

3. Anna Guðmundsdóttir og Glampi f. Litlu-Sandvík 7v brúnn

4. Jenný Johansson og Eldur f. Litlu-Tungu 13v rauður

5. Bryndís Valbjarnardóttir og Erpur f. Kílhrauni 10v jarpur

Karlar II:

1. Bjarni Bragason og Mjölnir f. Hofi I 12v bleikál.

2. Stefán Ólafsson og Garri f. Gerðum 11v bleikál.

3. Björgvin Þórisson og Blíða f. Narfastöðum 9v brún

4. Hafliði Sigurðsson og Vinum f. Hömrum 6v brúnn

5. Guðmundur Skúlason og Adamsson f. Svignaskarði 5v brúnn

Heldri menn og konur:

1. Ásgeir Guðmundsson og Vaskur f. Vallanesi 16v brúnn

2. Svanur Halldórsson og Gúndi f. Kópavogi 17v móálóttur

3. Sigurður E.L. Guðmundss. og Mozart f. Selfossi 14v mósóttur

4. Viktor Ágústsson og Klerkur f. Gíslabæ 9v rauður

5. Bjarni Hákonarson og Núpur f. Sauðárkróki 10v leirljós

Konur I:

1. Hulda G. Geirsdóttir og Róði f. Torfastöðum 6v bleikálóttur

2. Sirrý Halla Stefánsdóttir og Klængur f. Tjarnarlandi 6v brúnn

3. Bertha M. Waagfjörð og Friðsemd f. Kjarnholtum 11v jörp

4. Elka Halldórsdóttir og Stakur f. Efri-Þverá 5v jarpur

6. Helga Björt Bjarnad. og Ljómi f. Kjarri 9v rauður

Karlar I:

1. Jón Gísli Þorkelsson og Vökull f. Kópavogi 6v brúnn

2. Friðfinnur Hilmarsson og Adam f. Vorsabæjarhjáleigu 7v mósóttur

3. Halldór Svansson og Sproti f. Kópavogi 7v rauðstjörn. 

4. Hreiðar H. Hreiðarss. og Fálki f. Blesastöðum 10v grár

5. Hermann Ingason og Gammur f. Neðra-Seli 6v brúnn

Staða efstu knapa í stigakeppninni eftir tvö mót af þremur í Mótaröð Keiluhallarinnar er eftirfarandi:

Börn:
Auður Ása Waagfjörð 19 stig
Stefán Hólm Guðnason 12 stig
Herborg Vera Leifsdóttir 10 stig

Unglingar:
Bertha María Waagfjörð 14 stig
Rúna Halldórsdóttir 14 stig
Helena Ríkey Leifsdóttir 9 stig

Ungmenni:
Matthías Kjartansson 22 stig
Oddrún Eik Gylfadóttir 13 stig
Vilmundur Jónsson 11 stig

Konur II:
Elín Urður Hrafnberg 11 stig
Elva Björk Sigurðardóttir 11 stig
Anna Guðmundsdóttir 10 stig

Karlar II:
Bjarni Bragason 19 stig
Stefán Ólafsson 11 stig
Rafnar Rafnarsson 11 stig
Heldri menn og konur:
Svanur Halldórsson 19 stig
Ásgeir Guðmundsson 11 stig
Viktor Ágústsson 11 stig

Konur I:
Sirrý Halla Stefánsdóttir 16 stig
Hulda G. Geirsdóttir 14 stig
Marie Greve 11 stig

Karlar I:
Halldór Svansson 13 stig
Hermann Ingason 12 stig
Jón Gísli Þorkelsson 11 stig


Ljósm. BÁB