Viðar og Tumi sigurvegarar

Sigurvegarar Gæðingafiminnar. Talið f.v. Viðar Ingólfsson 1.sæti, Sigurbjörn Bárðarson 2.sæti og Jak…
Sigurvegarar Gæðingafiminnar. Talið f.v. Viðar Ingólfsson 1.sæti, Sigurbjörn Bárðarson 2.sæti og Jakob Sigurðsson 3.sæti.
Það var sannkölluð veisla í Ölfushöllinni í gær þegar keppt var í gæðingafimi í Meistaradeild VÍS. Það var hinn knái Viðar Ingólfsson, Frumherja, á Tuma frá Stóra-Hofi sem bar sigur úr býtum. Eftir forkeppni voru Viðar og Þorvaldur Árni Þorvaldsson, Top Reiter, á Golu frá Prestsbakka jafnir efstir með einkunnina 7,01. Í þriðja sæti eftir forkeppni var Jakob S. Sigurðsson, Frumherja, á Blæ frá Hesti með einkunnina 6,94. Það var sannkölluð veisla í Ölfushöllinni í gær þegar keppt var í gæðingafimi í Meistaradeild VÍS. Það var hinn knái Viðar Ingólfsson, Frumherja, á Tuma frá Stóra-Hofi sem bar sigur úr býtum. Eftir forkeppni voru Viðar og Þorvaldur Árni Þorvaldsson, Top Reiter, á Golu frá Prestsbakka jafnir efstir með einkunnina 7,01. Í þriðja sæti eftir forkeppni var Jakob S. Sigurðsson, Frumherja, á Blæ frá Hesti með einkunnina 6,94. Í úrslitum var sýning Viðars og Tuma alveg hreint stórfengleg og voru ófáir áhorfendur sem fengu gæsahúð á meðan á henni stóð og enduðu þeir sýninguna á spænska sporinu. Þeir félagar uppskáru 7,87 í einkunn og efsta sætið. Í öðru sæti var Sigurbjörn Bárðarson, Lífland, á Jarli frá Mið-Fossum með einkunnina 7,55 og í því þriðja var sigurvegarinn í greininni frá því í fyrra Jakob S. Sigurðsson, Frumherja, á Blæ frá Hesti með einkunnina 7,34.

Gæðingafimin er mikil áskorun fyrir knapana þar sem samspil manns og hest skiptir miklu máli því allir þættir eru dæmdir sérstaklega og síðan heildarútlit sýningarinnar. Það sem dómararnir horfa meðal annars á er hversu margar og erfiðar æfingar parið gerir og hvernig þær eru framkvæmdar, hvernig æfingarnar blandast saman við gangtegundir, flæði sýningarinnar, fjölhæfni og styrkleiki gangtegunda. Knapar þurfa að sýna að lágmarki þrjár gangtegundir og fimm fimiæfingar og er einungis ein skylduæfing, en hún er opinn sniðgangur á tölti. Lengd sýningar má vera að hámarki þrjár og hálf mínúta. Margar glæsisýningar litu dagsins ljós og var kvöldið í heild sinni sannkölluð veisla fyrir augað.

Með sigri sínum í gær skaust Viðar upp á toppinn í einstaklingskeppninni og er kominn með 24 stig. Sigurður Sigurðarson, Lýsi, er í öðru sæti á hæla honum með 23 stig og Jakob S. Sigurðsson er kominn upp í það þriðja með 22 stig.

Málning heldur enn stöðu sinni á toppnum með 162,5 stig. Lið Frumherja er komið upp í annað sæti með 146 stig og lið Lýsis er í því þriðja með 140,5 stig.


Forkeppni

Sæti    Knapi    Lið    Hestur    Einkunn
1 - 2    Þorvaldur Á. Þorvaldsson    Top Reiter    Gola frá Prestsbakka    7,01
1 - 2    Viðar Ingólfsson    Frumherji    Tumi frá Stóra-Hofi    7,01
3    Jakob S. Sigurðsson    Frumherji    Blær frá Hesti    6,94
4    Sigurbjörn Bárðarson    Lífland    Jarl frá Mið-Fossum    6,89
5    Halldór Guðjónsson    Lýsi    Baldvin frá Stangarholti    6,81
6    Þórdís Erla Gunnarsdóttir    Auðsholtshjáleiga    Ösp frá Enni    6,77
7    Hulda Gústafsdóttir    Árbakki / Hestvit    Kjuði frá Kirkjuferjuhjáleigu    6,75
8    Sigurður Vignir Matthíasson    Málning    Kall frá Dalvík    6,74
9 - 10    Artemisia Bertus    Auðsholtshjáleiga    Flugar frá Litla-Garði    6,69
9 - 10    Valdimar Bergstað    Málning    Leiknir frá Vakurstöðum    6,69
11    Guðmundur Björgvinsson    Top Reiter    Hljómur frá Höfðabakka    6,44
12 - 13    Hinrik Bragason    Árbakki / Hestvit    Náttar frá Þorláksstöðum    6,43
12 - 13    Lena Zielinski    Lýsi    Gola frá Þjórsárbakka    6,43
14    Sigurður Sigurðarson    Lýsi    Kjarnorka frá Kálfholti    6,40
15    Ólafur Ásgeirsson    Frumherji    Jódís frá Ferjubakka    6,19
16    Bylgja Gauksdóttir    Auðsholtshjáleiga    Leiftur frá Búðardal    6,13
17    Eyjólfur Þorsteinsson    Málning    Ósk frá Þingnesi    5,81
18    Ragnar Tómasson    Lífland    Sýnir frá Efri-Hömrum    5,75
19    Teitur Árnason    Árbakki / Hestvit    Naskur frá Búlandi    5,67
20    Ævar Örn Guðjónsson    Lífland    Hreimur frá Fornusöndum    5,24


Úrslit

Sæti    Knapi            Einkunn
1    Viðar Ingólfsson    Frumherji    Tumi frá Stóra-Hofi    7,87
2    Sigurbjörn Bárðarson    Lífland    Jarl frá Mið-Fossum    7,55
3    Jakob S. Sigurðsson    Frumherji    Blær frá Hesti    7,34
4    Þorvaldur Árni Þorvaldsson    Top Reiter    Gola frá Prestsbakka    7,33
5    Valdimar Bergstað    Málning    Leiknir frá Vakurstöðum    7,21
6    Þórdís Erla Gunnarsdóttir    Auðsholtshjáleiga    Ösp frá Enni    7,21
7    Hulda Gústafsdóttir    Árbakk/Hestvit    Kjuði frá Kirkjuferjuhjáleigu    7,03
8    Halldór Guðjónsson    Lýsi    Baldvin frá Stangarholti    6,93
9    Sigurður Vignir Matthíasson    Málning    Kall frá Dalvík    6,50
10    Artemisia Bertus    Auðsholtshjáleiga    Flugar frá Litla-Garði    6,13


Staðan í stigakeppni einstaklinga:

1    Viðar Ingólfsson    Frumherji    24
2    Sigurður Sigurðarson    Lýsi    23
3    Jakob S. Sigurðsson    Frumherji    22
4    Hulda Gústafsdóttir    Árbakki / Hestvit    20
5 - 6    Sigurbjörn Bárðarson    Lífland    19
5 - 6    Eyjólfur Þorsteinsson    Málning    19
7    Þórdís Erla Gunnarsdóttir    Auðsholtshjáleiga    15,5
8 - 10    Sigurður V. Matthíasson    Málning    12
8 - 10    Árni Björn Pálsson    Lífland    12
8 - 10    Lena Zielinski    Lýsi    12
11    Valdimar Bergstað    Málning    10,5
12 - 13    Þorvaldur Árni Þorvaldsson    Top Reiter    10
12 - 13    Hinrik Bragason    Árbakki / Hestvit    10
14    Ragnar Tómasson    Lífland    8
15 - 17    Halldór Guðjónsson    Lýsi    5
15 - 17    Artemisia Bertus    Auðsholtshjáleiga    5
15 - 17    Guðmundur Björgvinsson    Top Reiter    5


Staðan í liðakeppninni:

1    Málning    162,5
2    Frumherji    146
3    Lýsi    140,5
4    Árbakki/Hestvit    132,5
5    Lífland    128
5    Auðsholtshjáleiga    123,5
7    Top Reiter    90