Vorsýning kynbótahrossa í Eyjafirði

Kappi frá Kommu, knapi Mette Mannseth. Ljósm:AGG
Kappi frá Kommu, knapi Mette Mannseth. Ljósm:AGG
 Kynbótasýning verður haldin í Hringsholti, Dalvík 13.-15. maí nk. Skráning í Búgarði, í síma 460-4477 eða á netfangið vignir@bugardur.is . Skráning er hafin en síðasti skráningar- og greiðsludagur er föstudagurinn 8. maí . Gefa þarf upp einstaklingsnúmer við skráningu.  Kynbótasýning verður haldin í Hringsholti, Dalvík 13.-15. maí nk. Skráning í Búgarði, í síma 460-4477 eða á netfangið vignir@bugardur.is . Skráning er hafin en síðasti skráningar- og greiðsludagur er föstudagurinn 8. maí . Gefa þarf upp einstaklingsnúmer við skráningu.

 Sýningargjald er kr. 13.500 fyrir fulldæmt hross en kr. 9.000 fyrir hross sem aðeins er skráð í byggingardóm (eða hæfileikadóm, sjá reglur) . Hægt er að greiða í Búgarði. Einnig má leggja inn á reikning 302-13-200861, kt. 490169-1729, og senda kvittun á netfangið vignir@bugardur.is skýring: nafn á hrossi. Stóðhesta 5v. og eldri þarf að vera búið að röntgenmynda m.t.t. spatts, ásamt því að taka DNA-sýni og blóðprufu.

Reglur um kynbótasýningar má nálgast á heimasíðu B.Í. http://www.bondi.is/Pages/1205. Þessi sýning er auglýst með fyrirvara um næga þátttöku.
                                                              
 Búgarður – ráðgjafaþjónusta á Norðausturlandi
 Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga
www.hryssa.is