Yfirlýsing frá LH, FHB og FT

Stjórnir LH, FH, og FT fagna þeim áfanga sem náðst hefur við greiningu á smitandi hósta í hrossum og þakka það mikla rannsóknarstarf sem að baki liggur og gert var grein fyrir á fundi 17.08.2010. Stjórnir LH, FH, og FT fagna þeim áfanga sem náðst hefur við greiningu á smitandi hósta í hrossum og þakka það mikla rannsóknarstarf sem að baki liggur og gert var grein fyrir á fundi 17.08.2010. Á fundinum fóru fram góðar umræður um þessa vá sem steðjar að íslenska hrossastofninum og verið er að rannsaka.

Hestamenn eru hvattir til að fylgja þeim obinberu leiðbeiningum sem komið hafa frá Matvælastofnun til að draga úr áhrifum veikinnar og byggja á greiningum Tilraunastöðvarinnar á Keldum, í samtarfi við rannsóknastofur í Svíþjóð og Þýskalandi. 
 
Stjórnirnar hvetja alla sem láta sig velferð hestsins varða að kynna sér vel þann breytta veruleika sem hestamenn standa frammi fyrir og lesa má um á heimasíðu Mast og félagasamtaka hestamanna.