Meistaradeild Líflands og æskunnar lauk með glæsibrag síðastliðið miðvikudagskvöld þar sem keppt var í gæðingafimi og flugskeiði í boði Límtré-Vírnets í TM-Reiðhöllinni í Fáki. Mótið tókst afar vel, það var frábær skemmtun að horfa á knapana ríða sín flottu gæðingafimi-prógröm og fylgjast svo með flugskeiði þar sem spennan var mikil! Í lok kvöldsins var haldið lokahóf þar sem glæsileg verðlaun voru veitt bæði fyrir gæðingafimi og flugskeið ásamt því að verðlauna þrjá stigahæstu knapana í einstaklingskeppninni og þrjú stigahæstu liðin í liðakeppninni. Það má með sanni segja að lið Kerckhaert hafi átt glæsilegan vetur og liðsmennirnir sátu ekki auðum höndum þetta lokakvöld en Védís Huld Sigurðardóttir sigraði gæðingafimina, Glódís Rún Sigurðardóttir sigraði flugskeiðið og að lokum þá stóð Ylfa Guðrún Svafarsdóttir uppi sem sigurvegari einstaklingskeppninnar í Meistardeild Líflands og æskunnar. Kerckhaert liðið sigraði liðakeppnina í bæði gæðingafimi og flugskeiði, og varð einnig stigahæsta liðið í heildarstigakeppninni – glæsilegt það!
Súsanna Sand Ólafsdóttir, formaður FT, afhenti Reiðmennskuverðlaun FT en þau voru veitt knapa sem sýndi fagmannlega reiðmennsku og íþróttamannslega hegðun jafnt innan sem utan vallar. Dómarar allra mótanna í vetur gáfu atkvæði og til gamans má geta að þá komust 15 knapar á blað og gefur það mynd af því hversu vel knaparnir stóðu sig í deildinni. Sú sem hlaut Reiðmennskuverðlaun FT var Thelma Dögg Tómasdóttir.
Við viljum þakka fyrir frábæran vetur, og þá sérstaklega Líflandi, Hrímni, Equsana, Toyta Selfossi, Hraunhamri, Límtré Vírneti, Óla ljósmyndara, Elise Englund Berge og meðlimum í skipulagsnefnd deildarinnar. Einnig viljum við þakka þeim sem hafa staðið við bakið á okkur og hjálpað okkur í deildinni í vetur. Að halda svona deild krefst mikillar vinnu og það er ómetanlegt að finna styrkinn sem verður til þegar allir hjálpast að.
Myndir frá keppninni má sjá á Facebooksíðu Ólafs Inga ljósmyndara https://www.facebook.com/olafuringifoto.
Hér fyrir neðan má svo finna öll úrslit kvöldsins.
Védís Huld Sigurðardóttir sigraði gæðingafimina á Hrafnfaxa frá Skeggsstöðum með einkunnina 7,50, Arnar Máni Sigurjónsson á Arði frá Miklholti varð annar með 7,40 og Thelma Dögg Tómasdóttir varð þriðja á Mörtu frá Húsavík með einkunnina 7,33. Hér eru úrslit úr gæðingafiminni:
1
|
Védís Huld Sigurðardóttir / Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum
|
7,50
|
Kerckhaert
|
2
|
Arnar Máni Sigurjónsson / Arður frá Miklholti
|
7,40
|
H. Hauksson
|
3
|
Thelma Dögg Tómasdóttir / Marta frá Húsavík
|
7,33
|
Margrétarhof
|
4
|
Ylfa Guðrún Svafarsdóttir / Glanni frá Hofi
|
7,27
|
Kerckhaert
|
5
|
Hafþór Hreiðar Birgisson / Villimey frá Hafnarfirði
|
7,17
|
Cintamani
|
6
|
Haukur Ingi Hauksson / Barði frá Laugarbökkum
|
7,17
|
H. Hauksson
|
7
|
Signý Sól Snorradóttir / Rektor frá Melabergi
|
7,00
|
Cintamani
|
8
|
Aron Ernir Ragnarsson / Váli frá Efra-Langholti
|
6,63
|
Josera
|
9
|
Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir / Skálmöld frá Eystra-Fróðholti
|
6,60
|
Margrétarhof
|
10
|
Selma Leifsdóttir / Glaður frá Mykjunesi
|
6,57
|
Leiknir
|
11
|
Heiður Karlsdóttir / Frakkur frá Laugavöllum
|
6,53
|
Leiknir
|
12
|
Aron Freyr Petersen / Adam frá Skammbeinsstöðum 1
|
6,53
|
Traðarland
|
13
|
Melkorka Gunnarsdóttir / Ymur frá Reynisvatni
|
6,50
|
Lið Reykjabúsins
|
14
|
Sara Bjarnadóttir / Gullbrá frá Hólabaki
|
6,47
|
Lið Reykjabúsins
|
15
|
Benedikt Ólafsson / Biskup frá Ólafshaga
|
6,47
|
Traðarland
|
16
|
Eygló Hildur Ásgeirsdóttir / Saga frá Dalsholti
|
6,30
|
Team WOW air
|
17
|
Þórey Þula Helgadóttir / Þöll frá Hvammi I
|
6,23
|
Austurkot
|
18
|
Agatha Elín Steinþórsdóttir / Blakkur frá Skáney
|
6,20
|
Team WOW air
|
19
|
Jóhanna Lilja P. Guðjónsdóttir / Kvistur frá Strandarhöfði
|
6,03
|
Mustad
|
20
|
Viktoría Von Ragnarsdóttir / Akkur frá Akranesi
|
5,83
|
Mustad
|
21
|
Sölvi Freyr Freydísarson / Vöndur frá Jaðri
|
5,50
|
Josera
|
22
|
Jón Ársæll Bergmann / Glói frá Varmalæk 1
|
0,00
|
Austurkot
|
Í liðakeppninni í gæðingafiminni varð Kerckhaert efst með 45 stig.
Kerckhaert
|
45
|
H. Hauksson
|
42,5
|
Margretarhof
|
38
|
Cintamani
|
37,5
|
Leiknir
|
28,5
|
Traðarland
|
24
|
Lið Reykjabúsins
|
22,5
|
Josera
|
21
|
Wow
|
16
|
Mustad
|
11
|
Austurkot
|
11
|
BS. Vélar
|
0
|
Glódís Rún Sigurðardóttir sigraði flugskeiðið örugglega á Blikku frá Þóroddsstöðum en þær fóru á tímanum 5,24. Sigrún Högna Tómasdóttir og Ása frá Fremri-Gufudal urðu í öðru sæti á tímanum 5,56 og Kristján Árni Birgisson á Snæfríði frá Ölversholti urðu þriðju á tímanum 5,74. Hér eru úrslit úr flugskeiðinu:
1
|
Glódís Rún Sigurðardóttir / Blikka frá Þóroddsstöðum
|
5,24
|
Kerckhaert
|
2
|
Sigrún Högna Tómasdóttir / Ása frá Fremri-Gufudal
|
5,56
|
Margrétarhof
|
3
|
Kristján Árni Birgisson / Snæfríður frá Ölversholti
|
5,74
|
H. Hauksson
|
4
|
Rakel Ösp Gylfadóttir / Greipur frá Syðri-Völlum
|
5,78
|
Leiknir
|
5
|
Þorvaldur Logi Einarsson / Ísdögg frá Miðfelli 2
|
5,78
|
Josera
|
6
|
Kristófer Darri Sigurðsson / Vorboði frá Kópavogi
|
5,81
|
H. Hauksson
|
7
|
Elín Þórdís Pálsdóttir / Pandra frá Minni Borg
|
6,28
|
Austurkot
|
8
|
Hákon Dan Ólafsson / Spurning frá Vakurstöðum
|
6,32
|
Kerckhaert
|
9
|
Agnes Sjöfn Reynisdóttir / Von frá Mið-Fossum
|
6,33
|
Mustad
|
10
|
Kristrún Ragnhildur Bender / Karen frá Árgerði
|
6,43
|
Leiknir
|
11
|
Hulda María Sveinbjörnsdóttir / Heimur frá Hvítárholti
|
6,6
|
Cintamani
|
12
|
Magnús Þór Guðmundsson / Brík frá Laugabóli
|
6,72
|
Lið Reykjabúsins
|
13
|
Rósa Kristín Jóhannesdóttir / Skemill frá Dalvík
|
6,85
|
Margrétarhof
|
14
|
Bergey Gunnarsdóttir / Brunur frá Brú
|
6,95
|
Cintamani
|
15
|
Ásdís Agla Brynjólfsdóttir / Brún frá Arnarstaðakoti
|
7,36
|
BS. Vélar
|
16
|
Helga Stefánsdóttir / Blika frá Syðra-Kolugili
|
7,72
|
Mustad
|
17
|
Arndís Ólafsdóttir / Dregill frá Magnússkógum
|
7,9
|
Lið Reykjabúsins
|
18
|
Sigurður Steingrímsson / Heiða frá Austurkoti
|
0
|
Austurkot
|
19
|
Kristín Hrönn Pálsdóttir / Gleipnir frá Stóru- Ásgeirsá
|
0
|
Team WOW air
|
20
|
Birna Filippía Steinarsdóttir / Vinur frá Laugabóli
|
0
|
BS. Vélar
|
21
|
Sigurður Baldur Ríkharðsson / Sölvi frá Tjarnarlandi
|
0
|
Traðarland
|
22
|
Kári Kristinsson / Kamus frá Hákoti
|
0
|
Josera
|
23
|
Hrund Ásbjörnsdóttir / Píla frá Stóru-Ásgeirsá
|
0
|
Team WOW air
|
24
|
Sveinn Sölvi Petersen / Hljómur frá Hestasýn
|
0
|
Traðarland
|
Í liðakeppninni í flugskeiðinu varð lið Kerckhaert líka stigahæst með 41 stig en með sama stigafjölda varð H. Hauksson en þar sem að sigurvegari flugskeiðsins kom úr liði Kerckhaert þá fór liðaplattinn til þeirra.
Kerckhaert
|
41
|
H. Hauksson
|
41
|
Leiknir
|
35,5
|
Margretarhof
|
35
|
Cintamani
|
25
|
Mustad
|
25
|
Josera
|
24,5
|
Austurkot
|
22
|
Lið Reykjabúsins
|
21
|
BS. Vélar
|
14
|
Traðarland
|
8
|
Wow
|
8
|
Ylfa Guðrún Svafarsdóttir sigraði einstaklingskeppnina með 43,5 stig. Védís Huld Sigurðardóttir kom fast á hæla Ylfu með 43 stig og Thelma Dögg Tómasdóttir þar á eftir með 41 stig. Eins og sjá má þá var mikil barátta á toppnum og spennan var mikil allt til enda mótsins.
Ylfa Guðrún
|
43,5
|
Védís Huld
|
43
|
Thelma Dögg
|
41
|
Glódís Rún
|
40
|
Sigrún Högna
|
25
|
Arnar Máni
|
18
|
Haukur Hauksson
|
16,5
|
Hafþór Hreiðar
|
16
|
Hulda María
|
16
|
Sigurður Baldur
|
15
|
Signý Sól
|
14,5
|
Kristófer Darri
|
14
|
Kristján Árni
|
9
|
Þorvaldur Logi
|
7,5
|
Rakel Ösp
|
7
|
Elín Þórdís
|
5,5
|
Hákon Dan
|
4,5
|
Aron Ernir
|
3
|
Benedikt
|
3
|
Gyða Sveinbjörg
|
2
|
Agnes Sjöfn
|
2
|
Bergey Gunnars
|
1
|
Sölvi Freyr
|
1
|
Selma Leifs
|
1
|
Kristrún Ragnhildur
|
1
|
Lið Kerckhaert varð stigahæsta liðið með 477 stig en liðið sigraði liðaplattann í öllum greinum deildarinnar nema í fimmgangi. Stelpurnar í Margrétarhofi urðu í öðru sæti með 425 stig og lið Cintamani í því þriðja með 397,5 stig.
Kerckhaert
|
477
|
Margretarhof
|
425
|
Cintamani
|
397,5
|
H. Hauksson
|
374
|
Traðarland
|
282
|
Leiknir
|
250,5
|
Josera
|
230
|
Austurkot
|
216,5
|
Lið Reykjabúsins
|
182
|
Wow
|
156
|
BS. Vélar
|
141,5
|
Mustad
|
130
|