Í gær fór fram fjórða mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar, Hraunhamars slaktaumatöltið, í TM-Reiðhöllinni í Fáki. Mótið tókst með stakri prýði og var mjög skemmtilegt á að horfa, ekki síst vegna þess hversu stundvísir knapar voru í braut.
Kristófer Darri Sigurðsson á Gný frá Árgerði sigraði B-úrslitin með einkunnina 6,96. Samkvæmt reglum deildarinnar þá fær sigurvegari B-úrslitanna ekki keppnisrétt í A-úrslitum. Ylfa Guðrún Svafarsdóttir á Prins frá Skúfslæk sigraði A-úrslitin með 7,0 en með sigrinum skaust hún í efsta sætið í einstaklingskeppninni. Glódís Rún Sigurðardóttir á Hrafnfaxa frá Skeggsstöðum varð önnur með 6,62 og Arnar Máni Sigurjónsson á Arði frá Miklholti hlaut 6,58 í þriðja sæti. Til gamans má geta að í fyrra sigraði Ylfa Guðrún líka slaktaumatöltið í þessari sömu mótaröð en þá á öðrum hesti.
Hraunhamar gaf verðlaun í efstu 11 sætin og Ylfa hlaut einnig listaverk eftir Helmu.
Spennan er mikil í einstaklingskeppninni en svona er staðan eftir fjögur mót:
- Ylfa Guðrún 36,5
- Thelma Dögg 33
- Védís Huld 31
- Glódís Rún 28
- Hulda María 16
- Sigrún Högna 15
- Sigurður Baldur 15
- Haukur Ingi 11
- Signý Sól 10,5
- Hafþór Hreiðar 10,5
- Kristófer Darri 9
- Arnar Máni 8
- Benedikt 3
- Hákon Dan 1,5
- Þorvaldur Logi 1,5
- Elín Þórdís 1,5
- Bergey Gunnars 1
- Kristján Árni 1
- Sölvi Freyr 1
Í liðakeppninni varð lið Kerckhaert stigahæst með 104,5 stig en þetta varð í þriðja skiptið í vetur sem liðið stendur uppi sem stigahæst. Staðan í liðakeppninni eftir Hraunhamars slaktaumatöltið:
- Kerckhaert 104,5
- H. Hauksson 92
- Margretarhof 81,5
- Cintamani 78,5
- Austurkot 70,5
- Traðarland 47,5
- Josera 41
- Leiknir 34
- BS. Vélar 31
- Wow 30,5
- Lið Reykjabúsins 30
- Mustad 26
Heildarstaðan í liðakeppninni eftir Hrímnis fjórganginn, Equsana töltið, Toyota Selfossi fimmganginn og Hraunhamars slaktaumatöltið:
- Kerckhaert 391
- Margretarhof 352
- Cintamani 335
- Traðarland 250
- H. Hauksson 290,5
- Leiknir 186,5
- Josera 184,5
- Austurkot 183,5
- Lið Reykjabúsins 138,5
- Wow 132
- BS. Vélar 127,5
- Mustad 94
Ólafur Ingi ljósmyndari stóð vaktina á þessu móti líkt og á hinum mótunum í vetur og sjá má myndirnar hans á facebooksíðunni https://www.facebook.com/olafuringifoto. Næsta mót verður haldið miðvikudagskvöldið 18. apríl í TM Reiðhöllinni í Fáki en það er jafnframt síðasta mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar. Þá verður keppt í gæðingafimi og flugskeiði í gegnum höllina. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest þar!
Hér eru heildarniðurstöður Hraunhamars slaktaumatöltsins í Meistaradeild Líflands og æskunnar:
A-úrslit:
1 Ylfa Guðrún Svafarsdóttir / Prins frá Skúfslæk 7,00 Kerckhaert
2 Glódís Rún Sigurðardóttir / Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum 6,62 Kerckhaert
3 Arnar Máni Sigurjónsson / Arður frá Miklholti 6,58 H. Hauksson
4 Védís Huld Sigurðardóttir / Baldvin frá Stangarholti 6,48 Kerckhaert
5 Hulda María Sveinbjörnsdóttir / Gjafar frá Hæl 6,42 Cintamani
B-úrslit:
6 Kristófer Darri Sigurðsson / Gnýr frá Árgerði 6,96 H. Hauksson
7 Haukur Ingi Hauksson / Barði frá Laugarbökkum 6,54 H. Hauksson
8 Sigurður Baldur Ríkharðsson / Auðdís frá Traðarlandi 6,46 Traðarland
9-10 Elín Þórdís Pálsdóttir / Ópera frá Austurkoti 6,25 Austurkot
9-10 Sigrún Högna Tómasdóttir / Taktur frá Torfunesi 6,25 Margrétarhof
11 Thelma Dögg Tómasdóttir / Vísa frá Hrísdal 6,12 Margrétarhof
Forkeppni
1 Glódís Rún Sigurðardóttir / Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum 6,77 Kerckhaert
2 Védís Huld Sigurðardóttir / Baldvin frá Stangarholti 6,63 Kerckhaert
3-4 Hulda María Sveinbjörnsdóttir / Gjafar frá Hæl 6,53 Cintamani
3-4 Ylfa Guðrún Svafarsdóttir / Prins frá Skúfslæk 6,53 Kerckhaert
5 Arnar Máni Sigurjónsson / Arður frá Miklholti 6,47 H. Hauksson
6 Kristófer Darri Sigurðsson / Gnýr frá Árgerði 6,40 H. Hauksson
7 Sigrún Högna Tómasdóttir / Taktur frá Torfunesi 6,33 Margrétarhof
8 Haukur Ingi Hauksson / Barði frá Laugarbökkum 6,20 H. Hauksson
9 Thelma Dögg Tómasdóttir / Vísa frá Hrísdal 6,07 Margrétarhof
10-11 Elín Þórdís Pálsdóttir / Ópera frá Austurkoti 6,03 Austurkot
10-11 Sigurður Baldur Ríkharðsson / Auðdís frá Traðarlandi 6,03 Traðarland
12 Jón Ársæll Bergmann / Árvakur frá Bakkakoti 6,00 Austurkot
13-14 Signý Sól Snorradóttir / Bárður frá Melabergi 5,97 Cintamani
13-14 Rósa Kristín Jóhannesdóttir / Freyþór frá Mosfellsbæ 5,97 Margrétarhof
15-17 Bergey Gunnarsdóttir / Flikka frá Brú 5,77 Cintamani
15-17 Kristján Árni Birgisson / Fold frá Jaðri 5,77 H. Hauksson
15-17 Jónas Aron Jónasson / Þruma frá Hrísum 5,77 BS. Vélar
18 Kristrún Ragnhildur Bender / Dásemd frá Dallandi 5,67 Leiknir
19-20 Þórey Þula Helgadóttir / Kraki frá Hvammi I 5,47 Austurkot
19-20 Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir / Sirkus frá Torfunesi 5,47 Margrétarhof
21 Kristín Hrönn Pálsdóttir / Gaumur frá Skarði 5,33 Team WOW air
22 Sölvi Freyr Freydísarson / Kaldbakur frá Hafsteinsstöðum 5,27 Josera
23 Melkorka Gunnarsdóttir / Ymur frá Reynisvatni 5,20 Lið Reykjabúsins
24 Þorvaldur Logi Einarsson / Hátíð frá Hlemmiskeiði 3 5,13 Josera
25 Benedikt Ólafsson / Leira-Björk frá Naustum III 5,07 Traðarland
26-27 Rakel Ösp Gylfadóttir / Einar-Sveinn frá Framnesi 5,03 Leiknir
26-27 Hákon Dan Ólafsson / Kormákur frá Miðhrauni 5,03 Kerckhaert
28 Arndís Ólafsdóttir / Svali frá Hvítárholti 4,97 Lið Reykjabúsins
29 Hafþór Hreiðar Birgisson / Gleði frá Hafnarfirði 4,90 Cintamani
30 Viktoría Von Ragnarsdóttir / Mökkur frá Heysholti 4,80 Mustad
31 Jóhanna Lilja P. Guðjónsdóttir / Kvistur frá Strandarhöfði 4,77 Mustad
32 Hrund Ásbjörnsdóttir / Garpur frá Kálfhóli 2 4,43 Team WOW air
33 Sigurður Steingrímsson / Rómur frá Gíslholti 4,33 Austurkot
34 Aron Ernir Ragnarsson / Váli frá Efra-Langholti 4,30 Josera
35 Aron Freyr Petersen / Nóta frá Grímsstöðum 4,03 Traðarland
36 Ásdís Agla Brynjólfsdóttir / Brún frá Arnarstaðakoti 4,00 BS. Vélar
37 Kári Kristinsson / Hreyfill frá Fljótshólum 2 3,63 Josera
38 Helga Stefánsdóttir / Blika frá Syðra-Kolugili 3,53 Mustad
39-40 Birna Filippía Steinarsdóttir / Kolskeggur frá Laugabóli 3,17 BS. Vélar
39-40 Eygló Hildur Ásgeirsdóttir / Saga frá Dalsholti 3,17 Team WOW air
41 Sara Bjarnadóttir / Gullbrá frá Hólabaki 3,13 Lið Reykjabúsins
42 Sveinn Sölvi Petersen / Dvali frá Hrafnagili 3,10 Traðarland
43 Agatha Elín Steinþórsdóttir / Þokki frá Egilsá 2,53 Team WOW air
44 Anita Björk Björgvinsdóttir / Fákur frá Skjólbrekku 2,33 BS. Vélar
45 Selma Leifsdóttir / Brimill frá Þúfu í Landeyjum 2,13 Leiknir
46 Heiður Karlsdóttir / Hamar frá Sandá 1,70 Leiknir