Ylfa sigraði T2 í MD æskunnar og Líflands

Í gær fór fram fjórða mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar, Hraunhamars slaktaumatöltið, í TM-Reiðhöllinni í Fáki. Mótið tókst með stakri prýði og var mjög skemmtilegt á að horfa, ekki síst vegna þess hversu stundvísir knapar voru í braut.

Kristófer Darri Sigurðsson á Gný frá Árgerði sigraði B-úrslitin með einkunnina 6,96. Samkvæmt reglum deildarinnar þá fær sigurvegari B-úrslitanna ekki keppnisrétt í A-úrslitum. Ylfa Guðrún Svafarsdóttir á Prins frá Skúfslæk sigraði A-úrslitin með 7,0 en með sigrinum skaust hún í efsta sætið í einstaklingskeppninni. Glódís Rún Sigurðardóttir á Hrafnfaxa frá Skeggsstöðum varð önnur með 6,62 og Arnar Máni Sigurjónsson á Arði frá Miklholti hlaut 6,58 í þriðja sæti. Til gamans má geta að í fyrra sigraði Ylfa Guðrún líka slaktaumatöltið í þessari sömu mótaröð en þá á öðrum hesti.

Hraunhamar gaf verðlaun í efstu 11 sætin og Ylfa hlaut einnig listaverk eftir Helmu.

Spennan er mikil í einstaklingskeppninni en svona er staðan eftir fjögur mót:

  1. Ylfa Guðrún 36,5
  2. Thelma Dögg 33
  3. Védís Huld 31
  4. Glódís Rún 28
  5. Hulda María 16
  6. Sigrún Högna 15
  7. Sigurður Baldur 15
  8. Haukur Ingi 11
  9. Signý Sól 10,5
  10. Hafþór Hreiðar 10,5
  11. Kristófer Darri 9
  12. Arnar Máni 8
  13. Benedikt 3
  14. Hákon Dan 1,5
  15. Þorvaldur Logi 1,5
  16. Elín Þórdís 1,5
  17. Bergey Gunnars 1
  18. Kristján Árni 1
  19. Sölvi Freyr 1

Í liðakeppninni varð lið Kerckhaert stigahæst með 104,5 stig en þetta varð í þriðja skiptið í vetur sem liðið stendur uppi sem stigahæst. Staðan í liðakeppninni eftir Hraunhamars slaktaumatöltið:

  1. Kerckhaert 104,5
  2. H. Hauksson 92
  3. Margretarhof 81,5
  4. Cintamani 78,5
  5. Austurkot 70,5
  6. Traðarland 47,5
  7. Josera 41
  8. Leiknir 34
  9. BS. Vélar 31
  10. Wow 30,5
  11. Lið Reykjabúsins 30
  12. Mustad 26

Heildarstaðan í liðakeppninni eftir Hrímnis fjórganginn, Equsana töltið, Toyota Selfossi fimmganginn og Hraunhamars slaktaumatöltið:

  1. Kerckhaert 391
  2. Margretarhof 352
  3. Cintamani 335
  4. Traðarland 250
  5. H. Hauksson 290,5
  6. Leiknir 186,5
  7. Josera 184,5
  8. Austurkot 183,5
  9. Lið Reykjabúsins 138,5
  10. Wow 132
  11. BS. Vélar 127,5
  12. Mustad 94

Ólafur Ingi ljósmyndari stóð vaktina á þessu móti líkt og á hinum mótunum í vetur og sjá má myndirnar hans á facebooksíðunni https://www.facebook.com/olafuringifoto. Næsta mót verður haldið miðvikudagskvöldið 18. apríl í TM Reiðhöllinni í Fáki en það er jafnframt síðasta mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar. Þá verður keppt í gæðingafimi og flugskeiði í gegnum höllina. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest þar!

Hér eru heildarniðurstöður Hraunhamars slaktaumatöltsins í Meistaradeild Líflands og æskunnar:

A-úrslit:
1 Ylfa Guðrún Svafarsdóttir / Prins frá Skúfslæk 7,00 Kerckhaert
2 Glódís Rún Sigurðardóttir / Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum 6,62 Kerckhaert
3 Arnar Máni Sigurjónsson / Arður frá Miklholti 6,58 H. Hauksson
4 Védís Huld Sigurðardóttir / Baldvin frá Stangarholti 6,48 Kerckhaert
5 Hulda María Sveinbjörnsdóttir / Gjafar frá Hæl 6,42 Cintamani

B-úrslit:
6 Kristófer Darri Sigurðsson / Gnýr frá Árgerði 6,96 H. Hauksson
7 Haukur Ingi Hauksson / Barði frá Laugarbökkum 6,54 H. Hauksson
8 Sigurður Baldur Ríkharðsson / Auðdís frá Traðarlandi 6,46 Traðarland
9-10 Elín Þórdís Pálsdóttir / Ópera frá Austurkoti 6,25 Austurkot
9-10 Sigrún Högna Tómasdóttir / Taktur frá Torfunesi 6,25 Margrétarhof
11 Thelma Dögg Tómasdóttir / Vísa frá Hrísdal 6,12 Margrétarhof

Forkeppni

1 Glódís Rún Sigurðardóttir / Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum 6,77 Kerckhaert
2 Védís Huld Sigurðardóttir / Baldvin frá Stangarholti 6,63 Kerckhaert
3-4 Hulda María Sveinbjörnsdóttir / Gjafar frá Hæl 6,53 Cintamani
3-4 Ylfa Guðrún Svafarsdóttir / Prins frá Skúfslæk 6,53 Kerckhaert
5 Arnar Máni Sigurjónsson / Arður frá Miklholti 6,47 H. Hauksson
6 Kristófer Darri Sigurðsson / Gnýr frá Árgerði 6,40 H. Hauksson
7 Sigrún Högna Tómasdóttir / Taktur frá Torfunesi 6,33 Margrétarhof
8 Haukur Ingi Hauksson / Barði frá Laugarbökkum 6,20 H. Hauksson
9 Thelma Dögg Tómasdóttir / Vísa frá Hrísdal 6,07 Margrétarhof
10-11 Elín Þórdís Pálsdóttir / Ópera frá Austurkoti 6,03 Austurkot
10-11 Sigurður Baldur Ríkharðsson / Auðdís frá Traðarlandi 6,03 Traðarland
12 Jón Ársæll Bergmann / Árvakur frá Bakkakoti 6,00 Austurkot
13-14 Signý Sól Snorradóttir / Bárður frá Melabergi 5,97 Cintamani
13-14 Rósa Kristín Jóhannesdóttir / Freyþór frá Mosfellsbæ 5,97 Margrétarhof
15-17 Bergey Gunnarsdóttir / Flikka frá Brú 5,77 Cintamani
15-17 Kristján Árni Birgisson / Fold frá Jaðri 5,77 H. Hauksson
15-17 Jónas Aron Jónasson / Þruma frá Hrísum 5,77 BS. Vélar
18 Kristrún Ragnhildur Bender / Dásemd frá Dallandi 5,67 Leiknir
19-20 Þórey Þula Helgadóttir / Kraki frá Hvammi I 5,47 Austurkot
19-20 Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir / Sirkus frá Torfunesi 5,47 Margrétarhof
21 Kristín Hrönn Pálsdóttir / Gaumur frá Skarði 5,33 Team WOW air
22 Sölvi Freyr Freydísarson / Kaldbakur frá Hafsteinsstöðum 5,27 Josera
23 Melkorka Gunnarsdóttir / Ymur frá Reynisvatni 5,20 Lið Reykjabúsins
24 Þorvaldur Logi Einarsson / Hátíð frá Hlemmiskeiði 3 5,13 Josera
25 Benedikt Ólafsson / Leira-Björk frá Naustum III 5,07 Traðarland
26-27 Rakel Ösp Gylfadóttir / Einar-Sveinn frá Framnesi 5,03 Leiknir
26-27 Hákon Dan Ólafsson / Kormákur frá Miðhrauni 5,03 Kerckhaert
28 Arndís Ólafsdóttir / Svali frá Hvítárholti 4,97 Lið Reykjabúsins
29 Hafþór Hreiðar Birgisson / Gleði frá Hafnarfirði 4,90 Cintamani
30 Viktoría Von Ragnarsdóttir / Mökkur frá Heysholti 4,80 Mustad
31 Jóhanna Lilja P. Guðjónsdóttir / Kvistur frá Strandarhöfði 4,77 Mustad
32 Hrund Ásbjörnsdóttir / Garpur frá Kálfhóli 2 4,43 Team WOW air
33 Sigurður Steingrímsson / Rómur frá Gíslholti 4,33 Austurkot
34 Aron Ernir Ragnarsson / Váli frá Efra-Langholti 4,30 Josera
35 Aron Freyr Petersen / Nóta frá Grímsstöðum 4,03 Traðarland
36 Ásdís Agla Brynjólfsdóttir / Brún frá Arnarstaðakoti 4,00 BS. Vélar
37 Kári Kristinsson / Hreyfill frá Fljótshólum 2 3,63 Josera
38 Helga Stefánsdóttir / Blika frá Syðra-Kolugili 3,53 Mustad
39-40 Birna Filippía Steinarsdóttir / Kolskeggur frá Laugabóli 3,17 BS. Vélar
39-40 Eygló Hildur Ásgeirsdóttir / Saga frá Dalsholti 3,17 Team WOW air
41 Sara Bjarnadóttir / Gullbrá frá Hólabaki 3,13 Lið Reykjabúsins
42 Sveinn Sölvi Petersen / Dvali frá Hrafnagili 3,10 Traðarland
43 Agatha Elín Steinþórsdóttir / Þokki frá Egilsá 2,53 Team WOW air
44 Anita Björk Björgvinsdóttir / Fákur frá Skjólbrekku 2,33 BS. Vélar
45 Selma Leifsdóttir / Brimill frá Þúfu í Landeyjum 2,13 Leiknir
46 Heiður Karlsdóttir / Hamar frá Sandá 1,70 Leiknir