Framboð til stjórnar Jón Þorberg Steindórsson

Framboð til aðal/varastjórnar LH. 

Ég heiti Jón Þorberg Steindórsson og er félagsmaður í hestamannafélaginu Geysi í Rangárvallasýslu. Ég hef setið í stjórn GDLH og gegni formennsku í því félagi nú. Hestamennskan er íþrótt sem að stunduð er breiðum grundvelli og nauðsynlegt er að LH starfi fyrir allan þann hóp sem að hana stunda allt frá hinum hefðbundna útreiðarmanni til þess sem að stundar hestamennsku að atvinnu.

Mínar áherslur eru:

Efla samtal og samstarf við félögin hvar sem þau eru í landinu.

Að stjórn auki sýnileika þess öfluga æskulýðsstarfs sem að félög í landinu standa fyrir og þar á LH að vera leiðandi í samtalinu.

Greina þarf vel kostnað keppenda á vegum Íslands á HM og NM, hvers vegna svona er hann svo mikill?

Opna stjórnsýslu LH og gera hana enn aðgengilegri með birtingu fundargerða þeirra mörgu nefnda sem að starfa innan LH.

Vinna þarf að því hvernig LH getur stutt enn frekar við bakið á félögum í reiðvegamálum.

Koma á fót jöfnunarsjóði fyrir félögin vegna ferðakostnaðar dómara, akstur, gisting, flug.

Ég óska þingfulltrúm góðs landsþings.

Jón Þorberg Steindórsson