Framboð til stjórnar: Ólafur Þórisson

Ólafur Þórisson

Framboð til stjórnar Landssamband hestamannafélaga

Landssamband hestamannafélaga fjórða stærsta sérsambandið innan ÍSÍ. Áhugasamt og kraftmikið fólk eru drifkraftur sérsambandanna. Fólk sem leggur sitt af mörkum í sínum frítíma. Samböndin hafa svo starfsfólk sem vinnur að því að uppfylla stefnu og samþykktir stjórna sambandanna og eru verkefnin mörg og fjölþætt.

Við hestamenn erum gæfusöm að hafa mikinn mannauð sem er tilbúinn að leggja sitt af mörkum svo málefni hestamennskunnar, sem eru mjög fjölþætt, fái dafnað.

Það er ekki sjálfgefið að alltaf verði einstaklingar tilbúnir til í að leggja sitt lóð á vogarskálar fyrir hestamennskuna. Við þurfum að standa vörð um Íslenska hestinn og allt sem honum fylgir og hvaða nafni sem það nefnist.

Ég býð fram krafta mína, fjölþætta þekkingu, reynslu og dugnað til að vinna að málefnum Landssambands hestamannafélaga. Við þurfum fjölbreytileika hestamennskunnar, skemmtun, íþróttina og að sjálfsögðu samveruna við hestinn og við hvort annað. Við þurfum að passa uppá að hestamennskan dafni um allt land í þéttbýli sem og í dreifbýli. Við þurfum að halda áfram að sækja fram á öllum sviðum áhugamálsins okkar.

 

Hver er maðurinn?

Ég heiti ég Ólafur Þórisson og bý í Miðkoti í Landeyjum ásamt Söru eiginkonu minni og eigum við þrjú börn. Þar ræktum við saman hross, temjum, þjálfum, keppum og allt sem viðkemur hestamennsku og það sem gefur lífinu gildi förum við í hestaferðir á hverju sumri.

Mín aðkoma í félagsmálum hestamanna er fjölþætt. Má þar nefna að ég var 12 ár formaður hestamannafélagsins Geysis og þar á undan nokkur ár í stjórn sem meðstjórnandi og gjaldkeri. Vann ötullega að æskulýðsmálum hjá Geysir og kom á Æskulýðssýningu þann 1.maí. Ég sat 6 ár í stjórn Landssamband hestamannafélaga sem gjaldkeri, starfaði í keppnisnefnd LH á sama tíma. Ég var einnig gjaldkeri Landsmóts ehf þau ár sem ég sat í stjórn LH. Ég hef staðið í mótahaldi á Rangárbökkum við Hellu í fjölda ára. Kom að stofnun Meistaradeildar Ungmenna og hef verið þar formaður öll þau 5 ár sem deildin hefur starfað. Ég hef komið að undirbúningi á tveimur landsmótum, var mótstjóri annað mótið og kom að utanumhaldi á hinu sem gjaldkeri. Þetta eru svona stærstu verkefnin en lengi mætti áfram telja.

Ég hvet alla að kynna sér málin fyrir komandi landsþing LH og óska eftir þínum stuðningi þegar kosið verður til stjórnar Landssambands hestamannafélaga á þingi sambandsins í Borgarnesi 26. október.

Ég hef lagt mikið af mörkum og brenn enn af áhuga til að starfa áfram fyrir ykkur kæru hestamenn.

 

Ólafur Þórisson, Miðkoti