Framboð til stjórnar: Sveinn Heiðar Jóhannesson

Ég heiti Sveinn Heiðar Jóhannesson fæddur og uppalinn á Akureyri.

Ég gef kost á mér til setu í aðalstjórn LH, en ég hef setið í varastjórn LH frá 2022. Hef einnig setið í þremur fastanefndum, Útbreiðslu og nýliðunar- Öryggisnefnd og formaður Mannvirkjanefndar.

Sat einnig í stjórn LM24.

Varðandi mín störf þá hef ég starfað hjá mörgum stórfyrirtækjum í stjórnunarstörfum sem Sölu og markaðsstjóri – Rekstarstjóri – framkvæmdarstjóri - Innkaupastjóri og Verkefnastjóri.

Ég hef frá árinu 2004 starfað í nefndum hjá Hestamannafélaginu Sörla í mótanefnd en þar var ég formaður í 5 ár. Einnig í fræðslunefnd og nú síðustu 6 ár í stjórn Hestamannafélagsins Sörla bæði sem meðstjórnandi og varaformaður síðustu 4 árin.

Ég hef komið að undirbúningi nokkura Íslandsmóta einnig Gullmóta og sat í undirbúningsnefnd LH fyrir Landsmót 2012.

Ég vill leggja áherlsu á að efla menntun í hestamennsku efla nýliðun tel það forréttindi að allir sem vilja eigi kost á því að kynnast Íslenska hestinum bæði ungir sem aldnir, reiðvegamál hef ég komið mikið að gegnum stjórnarstörf mín hjá Sörla sem og vinnu við innleiðingu á reiðmennskuæfingum bæði fyrir börn og fullorðna. Félagshesthús tel ég að sé grunnur að aukinni aðsókn fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref og vilja prufa og tel að þar megi bæta vel í varðandi samstarf hestamannfélaga og sveitarfélaga

Í mínum huga er hestamennska forvarnarmál, besta sem ég veit um sem sameinar alla fjölskylduna í útiveru og umhirðu dýra.

Ég tel að reynsla mín í félagsstörfum í þágu hestamennskunar muni nýtast til áframhaldandi stjórnasetu hjá LH og bíð þess vegna fram krafta mína til að halda áfram minni vinnu með stjórn LH.

 

Með fyrirfram þökk

Sveinn Heiðar Jóhannesson.