HSÞ

Verkefna- og styrktarsjóður HSÞ

Tilgangur sjóðsins er að styðja við og efla íþrótta- og félagsstarf á sambandssvæði Héraðssambands Þingeyinga. Markmið sjóðsins er m.a. að styrkja eftirfarandi: Verkefni sem styðja afreksíþróttafólk í að sækja sér þjálfun eða taka þátt í mótum sem eru viðbót við reglubundna þjálfun eða keppni. Þátttöku þjálfara, starfsfólks og stjórna í námskeiðum, ráðstefnum eða fundum sem er íþróttalífi og félagsstarfi í héraði til bóta. Námskeiðahaldi aðildarfélaga og sérráða fyrir iðkendur, þjálfara, dómara eða sjálfboðaliða. Skilyrði er að opið sé fyrir þátttöku frá öllum aðildarfélögum HSÞ. Aksturskostnað vegna þátttöku barna og unglinga, 18 ára og yngri, í skipulögðum íþróttaæfingum á vegum aðildarfélaga HSÞ. Nýjungar og sérstök verkefni.

Úthlutað er úr sjóðunum tvisvar sinnum á ári. Umsóknarfrestur er til 15. maí og 15. nóvember.

Nánar: Reglugerðir – Héraðssamband Þingeyinga (hsth.is)