HSV

AFREKSSJÓÐUR

Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga innan HSV sem náð hafa umtalsverðum árangri í íþrótt sinni. Meginmarkmið sjóðsins er að styrkja unga og efnilega íþróttamenn sem líklegir eru til að verða afreksmenn í framtíðinni. Sjóðurinn skal ná því markmiði með því að gera eins árs samning við viðkomandi. Heimilt er að úthluta úr Afrekssjóðnum einu sinni á ári til þeirra íþróttamanna sem ekki falla undir skilyrði til langtímasamnings.

Íþróttamaður sem er framarlega í íþróttagrein sinni á landsvísu eða hefur sýnt mjög góðan árangur og er líklegur til að komast í hóp bestu íþróttamanna landsins í íþróttagrein sinni fellur þar undir.

Nánar: HSV.is / Reglugerð Afrekssjóðs HSV

 

ÞJÁLFARASJÓÐUR

Þjálfarasjóður Héraðssambands Vestfirðinga er sjóður til styrktar menntunar þjálfara innan íþróttafélaga HSV. Styrkveitingum er ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með Því móti auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélaginu.

Nánar: HSV.is / Reglugerð þjálfarasjóðs HSV

 

BÚNAÐARSJÓÐUR

Búnaðarsjóður Héraðssambands Vestfirðinga er sjóður til að styrkja kaup á nauðsynlegum búnaði fyrir íþróttafélög HSV. Styrkveitingum er ætlað að auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélaginu.

HSV.is / Reglugerð búnaðarsjóðs HSV