ÍBR

STYRKTARSJÓÐUR ÍBR

Styrktarsjóður ÍBR er sjóður til styrktar útbreiðslu og átaksverkefnum í íþróttastarfi í Reykjavík ásamt að styðja við afreksíþróttafólk. Úthlutun skal sérstaklega taka mið af íþróttastefnu ÍBR og jafna möguleika allra til íþróttaiðkunar. Sjóðurinn styrkir þátttöku þjálfara í námskeiðum. Námskeiðahald. Verkefni sem styðja afreksíþróttafólk í að sækja sér þjálfun eða taka þátt í mótum sem eru viðbót við reglubundna þjálfun eða keppni. Félög eru hvött til þróunar og nýbreytni í verkefnavali.

Úthlutað er úr sjóðunum tvisvar sinnum á ári. Umsóknarfrestur er til 15. mars og 15. september.

Nánar: Styrktarsjóður ÍBR - Íþróttabandalag Reykjavíkur (ibr.is)

 

FERÐASTYRKIR

Hægt er að sækja um styrki til ÍBR vegna keppnisferða erlendis. Styrktar eru ferðir á heimsmeistaramót, heimsbikarkeppni, evrópumeistaramót, norðurlandameistaramót, alþjóðleg mót landsliða, opinbera landsleiki o.fl

 

Nánar: Ferðastyrkir - Íþróttabandalag Reykjavíkur (ibr.is)

ÆFINGA- OG KEPPNISSTYRIR

Aðalmarkmiðið með æfinga- og keppnisstyrkjum ÍBR og ÍTR er að kostnaður vegna aðstöðu til íþróttaiðkunar barna og unglinga verði ekki borinn af þeim eða fjölskyldum þeirra. Jafnframt er það markmið með styrkjunum að styðja við afreksíþróttir hjá reykvískum íþróttafélögum. Styrkveiting nær til félags, sem er fullgildur aðili að ÍBR og hefur farið að lögum bandalagsins. Styrkhæf er leiga í íþróttamannvirkjum á vegum Reykjavíkurborgar (þ.m.t. íþróttasölum skóla), íþróttamannvirkjum íþróttafélaga og í öðrum mannvirkjum á vegum íþróttafélaga.

 

Umsóknir íþróttafélaga vegna styrks til æfinga skulu berast ÍBR fyrir 1. maí vegna vetrarannar og 1. febrúar vegna sumarannar.

Nánar: Æfinga- og keppnisstyrkir - Íþróttabandalag Reykjavíkur (ibr.is)