Reiðleiðir

Á Internetinu má finna ýmsar upplýsingar um reiðleiðir á Íslandi. Hér hefur verið tekið saman eitt og annað sem að gagni má koma fyrir þá sem hyggja á hestaferðir. Ef þið vitið um veflægar upplýsingar sem ekki er að finna hér þá endilega sendið þær á netfangið: hilda@lhhestar.is

REIÐLEIÐIR JÓNASAR
Jónas Kristjánsson hefur tekið saman ítarlegt safn GPS punkta yfir reiðleiðir og gönguleiðir á Íslandi. Safnið er aðgengilegt á www.jonas.is.

REIÐLEIÐIR Í RANGÁRÞINGI
Á heimasíðu Geysis er að finna all ítarlegar upplýsingar um reiðleiðir í Rangárþingi. Kort fylgir hverri reiðleið sem hægt er að prenta út.

REIÐLEIÐIR FRÁ LANDMANNALAUGUM
Hestaferðaþjónustan Hraunhestarbýður upp á ferðir frá Landmannalaugum á sumrin. Á heimasíðu Hraunhesta, sem einnig er söðlasmíðaverkstæði, er að finna ýmsar upplýsingar um reiðleiðir og skála á þessu svæði.

REIÐLEIÐIR Í DÖLUM
Á heimasíður hestamannafélagsins Glaðs er að finna upplýsingar um reiðleiðir í Dölum. Hægt er að prenta út kort af helstu reiðleiðum.

SKÁLAR OG TJALDSTÆÐI - HÁLENDI ÍSLANDS
Á vef Norðurferða, www.nat.is, er að finna ýmsar upplýsingar sem hestamenn geta nýtt sér. Til dæmis eru þar lýsingar á reiðleiðum og kort sem sýnir fjallaskála og tjaldstæði.
Reiðleiðir
Fjallaskálar


REIÐLEIÐIR Á TRÖLLASKAGA
Á vefnum www.landbunadur.is er að finna upplýsingar um reiðleiðir á vestanverðum Tröllaskaga.

REIÐLEIÐIR Á HÁLENDI ÍSLANDS
Reiðleiðirnar eru unnar upp úr skipulagi miðhálendis Íslands.

Austurhálendi - kort 1
Norðurhálendi - kort 2
Vesturhálendi - kort 3
Suðurhálendi - kort 4
Yfirlitskort - kort 5