UMSB

FERÐA- OG VERKEFNASTYRKUR UMSB

Stjórn UMSB veitir, eftir efnum, styrki til einstaklinga og hópa til niðurgreiðslu ferðakostnaðar vegna æfinga og keppni ásamt því að veita styrki til ýmissa annara verkefna sem samræmast stefnu UMSB. Hægt er að sækja um styrki allt að 6 mánuðum fyrir áætlaða keppnis- eða æfingaferð, en styrkir eru greiddir út eftir að ferð lýkur eða gegn framvísun kvittunar fyrir greiðslu ferðakostnaðar. Mögulegt er einnig að sækja um styrk í allt að 6 mánuði eftir að ferð lýkur.

Ferðakostnaðarstyrkirnir ná til eftirfarandi verkefna: a. Keppnisferðir og sýningar erlendis. b. Æfingaferðir erlendis. c. Keppnisferðir og sýningar innanlands. d. Æfingaferða innanlands. e. Æfinga og keppnisferðir á vegum sérsambanda, s.s. landsliðsverkefni, æfingar með úrvals eða afrekshópum (og öðrum sambærilegum verkefnum)

Úthlutað er úr sjóðunum tvisvar á ári að vori og hausti. Umsóknarfrestur er til 31. maí og 30. September.

Nánar: vinnureglur-stjornar-um-styrkveitingar.pdf (umsb.is)