UMSE

FERÐASTYRKIR

Stjórn UMSE veitir, eftir efnum, styrki til einstaklinga og hópa til niðurgreiðslu ferðakostnaðar

vegna æfinga og keppni. Hver einstaklingur getur eingöngu hlotið einn styrk á hverju almannaksári, hvort sem viðkomandi er með einstaklingsumsókn eða hluti af hópumsókn. Styrkir eru veittir vegna eftirtalinna verkefna: Keppnisferðir og sýningar erlendis, æfingaferðir erlendis, keppnisferðir og sýningar innanland, æfingaferða innanlands og æfinga og keppnisferðir á vegum sérsambanda, s.s. landsliðsverkefni, æfingar með úrvals eða afrekshópum (og öðrum sambærilegum verkefnum).

Úthlutað er úr sjóðunum einu sinni á ári og skal sækja um styrkinn fyrir 30.september.

Nánar: UMSE - Styrkir

 

AFREKSMANNASJÓÐUR

Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga eða hópa, innan UMSE, sem náð hafa framúrskarandi árangri í íþrótt sinni. Veita má styrk úr sjóðnum vegna mjög góðrar frammistöðu í eftirtöldum alþjóðamótum: Heimsmeistaramótum, Evrópumeistaramótum, Norðurlandameistaramótum og Ólympíuleikum. Heimilt er að veita styrk úr sjóðnum ef viðkomandi hefur verið valinn í landslið. Heimilt er að veita styrk úr sjóðnum ef viðkomandi er Íslandsmeistari eða hefur sett Íslandsmet á styrk ári. Enn fremur er heimilt að veita styrk til þeirra sem standa framarlega í sinni grein miðað við styrkleikaflokkun sérsambanda (sé hún til).

Umsóknir í sjóðinn þurfa að berast fyrir 1. desember

Nánar: UMSE - Afreksmannasjóður UMSE

 

FRÆÐSLU- OG VERKEFNASJÓÐUR

Tilgangur sjóðsins er að stuðla að því að starf UMSE geti í framtíðinni orðið enn öflugra.

Sjóðurinn styrki ýmis verkefni í innra starfi UMSE – svo sem: Fræðslustarf – m.a. námskeiðshald og fyrirlestra fyrir þjálfara, leiðbeinendur, starfsmenn og/eða dómara, félagsmenn og iðkendur innan UMSE. Útbreiðslu- og kynningarstarf í því skyni að gera UMSE sýnilegra og vekja athygli á fjölþættu starfi sambandsins. Önnur verkefni sem sjóðsstjórn metur að séu til þess fallin að efla

innra starf UMSE.

Úthlutað er úr sjóðunum einu sinni á ári og skal sækja um styrkinn fyrir 30. september

Nánar: UMSE - Styrkir