UMSK

FRÆÐSLU OG VERKEFNASJÓÐUR UMSK

Um hlutverk og markmið sjóðsins segir m.a. í reglum hans: Hlutverk hans er að styrkja fræðsluverkefni og sérstök verkefni aðildarfélaga UMSK. Markmið sjóðsins er m.a. að styðja við fræðslu iðkenda, starfsmanna aðildarfélaga og forráðamanna iðkenda í víðum skilningi ásamt því að styrkja verkefni sem efla innra starf félaga eða einstakra deilda þeirra. Þá skal sjóðurinn styðja við nýsköpun á sviði íþrótta og aukna útbreiðslu íþrótta meðal allra aldurshópa. Sjóðurinn styrkir ekki tækja- og áhaldakaup, launakostnað starfsmanna aðildarfélaga, ferðakostnað eða almennan fundakostnað.

Ekki er sérstakur umsóknarfrestur fyrir umsóknir í sjóðinn.

Nánar: fræðslu- og verkefnasjóður Umsk – UMSK

Umsóknareyðublað: Umsókn í Fræðslu- og verkefnasjóð UMSK (office.com)

AFREKSSJÓÐUR UMSK

Hlutverk sjóðsins er að styrkja afreksfólk aðildarfélaga UMSK til að fara í keppnisferðir innanlands sem og erlendis. Styrkhæfar ferðir: Þátttaka í landsliðsferðum, Norðurlandamótum, Evrópumótum, heimsmeistaramótum innanlands og utan og Ólympíuleikum (leita má viðurkenningar á mótahaldi hjá viðkomandi sérsambandi).

Önnur verkefni og sérstök afrek sem verða sérstaklega metin hverju sinni. Með sérstökum afrekum er átt við að íþróttamaður hafi verið valinn í úrvalshóp til þátttöku í Ólympíuleikum, Heimsmeistara, Evrópu, eða Norðurlandamóts.

Á ársþingi UMSK veitir sjóðurinn styrk til íþróttakarls, íþróttakonu og afrekshóps ársins. Stjórn UMSK tekur ákvörðun um hverjir skulu hljóta styrki.

Ferðir sem eru þátttakanda að kostnaðarlausu eru ekki styrkhæfar.

Ekki er sérstakur umsóknarfrestur fyrir umsóknir í sjóðinn.

Nánar: Afrekssjóður umsk – UMSK

Umsóknareyðublað: Umsókn í Afrekssjóð UMSK (office.com)

 

ÞJÁLFARASJÓÐUR UMSK

Umsóknir fyrir þjálfara eru opnar þjálfurum sem taka þátt í viðurkenndum þjálfaranámskeiðum erlendis sem ekki er hægt að sækja hér heima. Um er að ræða þjálfaranámskeið sem sérsamböndin eru að beina sínum þjálfurum á, ráðstefnur eða heimsóknir þjálfara sem sannarlega sýnir fram á endurmenntunargildi ráðstefnu/heimsóknar. Sjóðsstjórn UMSK ákveður fjölda styrkja sem í boði eru hvert ár.

Nánar: Þjálfarasjóður umsk – UMSK

Umsókn í Þjálfarasjóð UMSK (office.com)