UMSS

MENNINGARSJÓÐUR KS

Menningarsjóður KS, hefur styrkt margskonar menningarstarfsemi í Skagafirði gegn um árin. Má þar nefna styrki til kóra og annarrar tónlistarstarfsemi, leikfélaga, íþrótta- og æskulýðsstarfsemi og styrki til listamanna.

Ekki er auglýstur sérstakur tími þar sem óskað er eftir umsóknum, en oftast er úthlutað úr honum í desember og janúar, og síðan um mitt sumar.

Nánar: Kaupfélag Skagfirðinga | Menningarsjóður KS

UPPBYGGINGARSJÓÐUR

Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni á Norðurlandi vestra. Uppbyggingarsjóðurinn er samkeppnissjóður. Umsóknir eru metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2020-2024.

Nánar: Uppbyggingarsjóður | Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (ssnv.is)