USVH

STYRKTARSJÓÐUR USVH

Tilgangur sjóðsins er að styrkja afreksfólk, afreksefni og afrekshópa til æfinga og keppni. Afreksfólk, afreksefni og afrekshópar sem uppfylla að minnsta kosti annað af neðangreindum skilyrðum eiga rétt á úthlutun úr sjóðnum samkvæmt vinnureglum sjóðsins hverju sinni.
a) Eru með lögheimili í Húnaþingi vestra og hafa verið með það í að minnsta kosti 1 ár. b) Hafa keppt undir merkjum USVH eða aðildarfélaga þess í viðkomandi íþróttagrein á síðast liðnum 6 mánuðum og eru ennþá skráð/ur iðkandi/keppandi aðildarfélags USVH í viðkomandi grein

 

Úthlutað er úr sjóðunum tvisvar sinnum á ár, í apríl og nóvember.

Nánar: Reglugerð um styrktarsjóð – usvh.is