Skógarhólar

Skógarhólar hafa um árabil verið einn vinsælasti áfangastaður hestamanna á reiðleiðum um Þingvelli og góð gistiaðstaða er fyrir fólk og hross á svæðinu.

Umsjónarmaður Skógarhóla er Helga Skowronski, sími 897 7233.

BÓKA GISTINGU Á SKÓGARHÓLUM 2025

 Almenn verðskrá 

  • Herbergi kr. 20.000. Hvert herbergi rúmar 4-6 manns. 
  • Girðingagjald: 1000 kr.
  • Heyrúlla: verð fyrir 2025 óstaðfest.
  • Tjaldstæði: 3000 kr. pr. mann
  • Aðstöðugjald fyrir eldhús og skála (nestisstopp) 2000 kr. pr. mann
  • Frítt fyrir 12 ára og yngri
  • Leiga fyrir allt húsið er kr. 100.000- pr. nótt

Verðskrá fyrir félaga í Landssambandi hestamannafélaga 

  • Herbergi kr. 15.000. Hvert herbergi rúmar 4-6 manns.
  • Girðingagjald: 800 kr.
  • Heyrúlla: verð fyrir 2025 óstaðfest.
  • Tjaldstæði: 2500 kr. pr. mann
  • Aðstöðugjald fyrir eldhús og skála (nestisstopp) 1500 kr. pr. mann
  • Frítt fyrir 12 ára og yngri
  • Leiga fyrir allt húsið er kr. 75.000- pr. nótt

 Skógarhólar:

  • Í húsinu eru fimm svefnherbergi sem hvert um sig rúmar sex manns í gistingu.
  • Eldhúsaðstaða er í húsinu, ísskápur, helluborð, ofn og uppþvottavél. Allur borðbúnaður er á staðnum. 
  • Matsalur rúmar allt að 30 manns.
  • Grillaðstaða er við skálann og kolagrill er á staðnum, gestir þurfa að taka með sér kol. 
  • Sturtuaðstaða er í húsinu
  • Ætlast er til að gestir gangi vel frá eftir sig, sópi og skúri gólf og taki ruslið með sér við brottför.

Til að fá frekari upplýsingar um aðstöðu og bókanir vinsamlegast hafið samband við skrifstofu LH, s: 514 4030, eða á skogarholar@lhhestar.is

Afbókunarskilmálar:

Ef afbókun berst með minna en 7 daga fyrirvara frá komudegi þurfa viðskiptavinir að greiða hálft gjald af gistingu og girðingagjaldi.

Facebooksíða Skógarhóla

Það má finna gagnlegar upplýsingar um reiðleiðir í Þjóðgarðinum á vef Þjóðgarðsins á Þingvöllum.

Reiðleiðir á Þingvöllum

Reiðleiðir í þjóðgarðinum

 Næturhólf á Skógarhólum

Upplýsingar um reiðleiðir

Rekstrarleið að Gjábakka:
Skógarhólar - að hliði: 2,8 km. 
Frá hliði að áningu: 30 mín.
Frá áningu að Gjábakka: 45 mín.

Reiðleiðir um Skógarkot:
Skógarhólar - að hliði: 2,8 km. 
Frá hliði - Hrauntún: 2,3 km. 
Hrauntún - Skógarkot: 3 km. 
Skógarkot - Vatnsvík: 2 km. 
Skógarkot - Gjábakki: 3 km. 
Skógarkot - um Stekkjargjá að bílastæði við Langastíg 20 mín
Frá bílastæði við Langastíg að Skógarkoti 30 mín