1300 manns á Æskan og hesturinn á Akureyri

04.05.2009
Sýningin Æskan og hesturinn var haldin í Top Reiter höllinni á Akureyri síðast liðinn laugardag. Óhætt er að segja að sýningarnar tókust vel og var húsfyllir  á fyrri sýninguna og góð aðsókn á þá seinni. Áætla má að um 1300 manns hafi komið á þessar sýningar. Atriðin voru góð og krakkarnir stóðu sig eins og hetjur. Sýningin Æskan og hesturinn var haldin í Top Reiter höllinni á Akureyri síðast liðinn laugardag. Óhætt er að segja að sýningarnar tókust vel og var húsfyllir  á fyrri sýninguna og góð aðsókn á þá seinni. Áætla má að um 1300 manns hafi komið á þessar sýningar. Atriðin voru góð og krakkarnir stóðu sig eins og hetjur.

Æskulýðsnefnd Léttis langar að þakka þeim fjölmörgu börnum, foreldrum, hestamannafélögum og forsvarsmönnum þeirra kærlega fyrir komuna og okkur hlakkar til að sjá ykkur hress og kát í Skagafirði að ári. Þá langar okkur að þakka þeim sem lögðu hönd á plóginn við aðstoðina við þessar sýningar, húsnefndinni, foreldraráði, unglingaráði, félagsmönnum sem hjálpuðu til og styrktaraðilum.
Kærar þakkir,
f.h. Æskulýðsnefndar Léttis
Andrea Þorvaldsdóttir.