15.apríl verður lesið úr félagatölum hestamannafélaganna - FELIX

12.04.2011
Landssamband hestamannafélaga minnir hestamannafélögin á að þann 15.apríl nk. verður lesið úr félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ, sem heitir FELIX, félagatal hvers hestamannafélags. Landssamband hestamannafélaga minnir hestamannafélögin á að þann 15.apríl nk. verður lesið úr félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ, sem heitir FELIX, félagatal hvers hestamannafélags. Mikilvægt er að hestamannafélögin yfirfari félagatöl sín í FELIX að þar sé allt rétt skráð. Árgjöld hvers hestamannafélags er reiknað út frá fjölda skráðra félagsmanna. Félagsmenn 16 ára og yngri greiða ekki árgjöld né félagsmenn 70 ára og eldri.

Út frá fjölda félagsmanna er einnig reiknað hversu marga fulltrúa hvert félag hefur rétt á að senda á landsmót. Fyrir hverja 125 félagsmenn hefur félagið rétt á að senda einn fulltrúa á landsmót.

1-125 =  1 fulltrúi
126-250 = 2 fulltrúar
251-375 = 3 fulltrúar
376-500 = 4 fulltrúar
501-625= 5 fulltrúar
626-750 = 6 fulltrúar
o.s.frv.