5000 vinnustundir fyrir félagana

10.10.2008
Stjórnar- og nefndarmenn í Sörla leggja fram um það bil 5000 vinnustundir í sjálfboðavinnu fyrir félaga sína. Það er samt sem áður ekki nóg í næst stærsta hestamannafélagi landsins, að mati Sigurðar Ævarssonar. Hann skrifar pistil í fréttabréf Sörla.Stjórnar- og nefndarmenn í Sörla leggja fram um það bil 5000 vinnustundir í sjálfboðavinnu fyrir félaga sína. Það er samt sem áður ekki nóg í næst stærsta hestamannafélagi landsins, að mati Sigurðar Ævarssonar. Hann skrifar pistil í fréttabréf Sörla.

Stjórnar- og nefndarmenn í Sörla leggja fram um það bil 5000 vinnustundir í sjálfboðavinnu fyrir félaga sína. Það er samt sem áður ekki nóg í næst stærsta hestamannafélagi landsins, að mati Sigurðar Ævarssonar. Hann skrifar pistil í fréttabréf Sörla.

Sigurður segir að fleiri verði að taka þátt í félagsstarfinu. Hann spyr hvort hugsanlegt sé að nýjum félögum sé ekki hleypt að, eða hvort fólk hafi hreinlega ekki áhuga á félagsstörfum. Í því sambandi bendir hann á erindi Þórdísar Gísladóttur sem hún flutti á fundi Íþróttabandalags Hafnarfjarðar um verðmæti sjálfboðavinnu innan íþróttahreyfingarinnar. Segir Sigurður að þar hafi komið fram ótrúlegar tölur í krónum og aurum, fyrir utan allt annað sem sjálfboðaliðastarfið skilar inn í félagsstarfið.

Sjá má pistilinn í heild á www.sorli.is