66°Norður styður íslenska landsliðið í hestaíþróttum

11.03.2019

Fyrirtækið 66°Norður er komið í hóp styrktaraðila íslenska landsliðsins í hestaíþróttum. 

66°Norður er eitt elsta framleiðslufyrirtæki landsins og byggir á arfleifð Sjóklæðagerðar Íslands sem var stofnuð árið 1926 með það fyrir augum að framleiða skjólgóðan fatnað fyrir íslenska sjómenn sem buðu Norður-Atlantshafinu byrginn. Fatnaðurinn frá 66°Norður er framleiddur í eigin verksmiðjum, undir ströngu eftirliti og með umhverfisvænum aðferðum.

Landsliðsnefnd og stjórn LH eru afar þakklát 66°norður fyrir stuðninginn. Á meðfylgjandi myndum eru landsliðshópar LH í PrimaLoft einangrunarjakkanum Vatnajökull.Landslið 66n