800 reiðslóðir í vefbanka

13.01.2010
Langstærsti reiðslóðabanki landsins hefur verið aukinn og endurbættur. Þar eru nú 800 reiðslóðir. Viðbæturnar eru einkum úr Dölum og Þingeyjarsýslum, Árnessýslu og Rangárvallasýslu. Aðgangur að bankanum er ókeypis á www.jonas.is. Langstærsti reiðslóðabanki landsins hefur verið aukinn og endurbættur. Þar eru nú 800 reiðslóðir. Viðbæturnar eru einkum úr Dölum og Þingeyjarsýslum, Árnessýslu og Rangárvallasýslu. Aðgangur að bankanum er ókeypis á www.jonas.is. Þangað geta menn sótt sér reiðslóðir og hlaðið þeim inn á kort í tölvum sínum og staðsetningartækjum.

Af reiðslóðunum eru 130 reiðferlar (tracks), þar sem slóðirnar eru nákvæmlega stikaðar í GPS-tækjum. Hinar 670 slóðirnar eru reiðleiðir (routes), sem mældar eru út eftir kortum, einkum gömlum herforingjaráðskortum og nýjum útivistarkortum.

Slóðirnar hafa nöfn, sem sumpart eru önnur en aðrir nota. Það er einkum til að ekki séu fleiri en ein slóð með sama nafni. Nöfn reiðleiðanna vísa til örnefna á leiðinni, t.d. Sópandaskarð. Nöfn reiðferlanna sýns hins vegar upphafs- og lokastað ferilsins, t.d. Hólaskjól-Hvanngil.

Reiðslóðirnar eru flokkaðar eftir gömlu sýslunum, sem gerir kleift að raða þeim í aðgengilega pakka til notkunar.

Skjölin, sem notendur taka úr bankanum, eru í GDB-formi, sem hentar notendum Garmin-staðsetningartækja. Slík tæki eru notuð af öllum þorra þeirra sem eiga staðsetningartæki. Þeir eiga væntanlega stafrænt Íslandskort og MapSource forritið, sem fylgja tækjunum.

Gagnabanki þessi nýtur stuðnings Landssambands hestamannafélaga. Í honum eru einkum reiðleiðir Jónasar Kristjánssonar. Einnig hestamannafélagsins Glaðs í Dölum, svo og Sæmundar Eiríkssonar, sem safnað hefur leiðum fyrir landssambandið. Jónas hefur raðað leiðunum í pakka eftir gömlu sýslunum. Allt er þetta aðgengilegt á www.jonas.is, undir lyklinum Reiðleiðir.

Aðrir þeir, sem eiga reiðferla, eru hvattir til að koma þeim til Jónasar til birtingar í safninu. Netfang hans er jonas@hestur.is.

Safnið hefur einnig gildi til að meta réttarstöðu reiðslóða, sem njóta lagaverndar. Sums staðar hefur verið girt yfir slóðir og hestaferðamenn lent þess vegna í ágreiningi við eigendur girðinga. Texti laganna um þetta er skýr. Í bankanum má sjá alla reiðslóða, sem njóta verndar upprunalegu herforingjaráðskortanna og nýrra útivistarkorta.

Hestaferðamenn nota GPS-tæki í auknum mæli í óbyggðum. Meðal annars vegna innbyggðs áttavita með pólskekkjureikningi og vegna kortanna. GPS-tækin sýna þeim líka, hvar þeir eru staddir, ef þoka byrgir sýn. Unnt er að segja frá nákvæmri staðsetningu, ef kalla þarf í björgunarfólk.

Menn verða þó að muna, að þetta er aðeins hjálpartæki, sem kemur ekki í staðinn fyrir heilbrigða og hefðbundna skynsemi hestaferðamanna.

Leiðréttingar og ábendingar eru vel þegnar. Netfangið er: jonas@hestur.is

(Nánari upplýsingar: Hægt er að ná í Jónas í síma 896 6270 eða á netfanginu jonas@hestur.is)