Á er áskorun

07.05.2009
Þessi mynd er tekin í ferð Sörlafélaga í fyrra.
Sunnlenskir kappar munu feta í slóð forfeðranna og ríða um Suðurland, frá Höfn í Hornafirði vestur fyrir Selfoss — án þess að ríða yfir nokkra brú! Forsprakki hópsins er Hermann Árnason á Heiði í Mýrdal. Sunnlenskir kappar munu feta í slóð forfeðranna og ríða um Suðurland, frá Höfn í Hornafirði vestur fyrir Selfoss — án þess að ríða yfir nokkra brú! Forsprakki hópsins er Hermann Árnason á Heiði í Mýrdal.

„Þetta er hugmynd sem ég hef gengið með í maganum í mörg ár. Nú er komið að því að láta drauminn rætast. Mér hefur alltaf þótt heillandi að lesa um gömlu póstana. Ferðalög forfeðranna um þetta svæði, Flosa í Svínafelli og fleiri kappa, hafa líka alltaf verið mér hugleikin. Og líkt og fjall er áskorun fyrir fjallagarpa, þá er á áskorun fyrir hestamenn. Alla vega suma,“ segir Hermann.

Hinir hugdjörfu kappar auk Hermanns eru bróðir hans Oddur Árnason, föðurbróðir hans Jón Þorsteinsson, Gunnar Björnsson á Selfossi (ekki séra, Sævar Kristjánsson, Kristinn á Ketilvöllum, Óskar Eyjólfsson í Hjarðartúni og Haraldur Þórarinsson á Laugardælum.

Helstu vatnsföll á umræddri leið eru Hornafjarðarfljót, Kolgríma, Jökulsá á Breiðamerkursandi, Fjallsá, Skeiðará, Gígjukvísl, Núpsvötn, Djúpá, Hverfisfljót, Skaftá, Kúðafljót, Múlakvísl, Jökulsá á Sólheimasandi, Markafljót, Eystri- og Vestri- Rangá, Þjórsá, Hvítá og Sog.

Lagt verður upp í ferðina frá Hornafirði 19. maí og þaðan riðið í áföngum að Heiði í Mýrdal, þar sem hópurinn mun stoppa í þrjá daga. Það verður haldið áfram og ferðinni lýkur síðan þegar síðasti farartálminn hefur verið riðiðnn, sem er Sogið.