Að styðjast við hesta í starfi með fólki

13.06.2024

Æfingastöðin stendur fyrir námskeiðinu ,,Að styðjast við hesta í starfi með fólki” dagana 15. og 16. september 2024. Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig hægt er að innleiða hesta í fjölbreytt starf með fólki með það að markmiði að efla heilsu, færni og þátttöku. Námskeiðið er haldið í beinu framhaldi af ráðstefnu Æfingastöðvarinnar “Dýr í starfi með fólki” sem fer fram laugardaginn 14. september.

Um er að ræða tveggja daga námskeið sem skiptist í fræðilegan og verklegan hluta. Farið verður yfir fræðilegan bakgrunn þess að veita þjónustu með aðstoð hesta. Þá verður unnið að verklegum æfingum með hestum þar sem tekið verður mið af faglegum bakgrunni og þörfum þátttakenda.

Fyrir hvern er námskeiðið?

Námskeiðið er ætlað fjölbreyttum hópi þátttakenda, m.a. þeim sem starfa við veitingu meðferða, þjálfunar eða menntunar einstaklinga með vanda af geðrænum toga. Má nefna geðlækna, sálfræðinga, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, hjúkrunarfræðinga eða félagsráðgjafa. Námskeiðið hentar einnig breiðum hópi fólks með ólíkan faglegan bakgrunn auk þeirra sem starfa innan hestamennsku, ss. bændum eða hestafólki.

Hámarksfjöldi þátttakenda á námskeiði eru 18 manns. Vinsamlegast athugið að námskeiðið fer fram á ensku.

Kennari:

Norunn Kogstad geðlæknir stofnaði og rekur Lundehagen Gård í Noregi þar sem fram fer fræðsla, meðferðir og rannsóknir á áhrifum hesta í starfi með fólki.

 

Hægt er að nýta námskeiðið til endurmenntunar.

Nánari upplýsingar og skráning