Aðalfundur Fáks

26.03.2010
Félagsmenn í Fáki eru hvattir til að mæta á aðalfund félagsins sem verður nk. mánudagskvöld í félagheimilinu. Gott er að fylgjast með félagslífinu og er aðalfundur réttur vetfangur til að koma skoðunum sínum á framfæri og hafa áhrif á gang mál. Félagsmenn í Fáki eru hvattir til að mæta á aðalfund félagsins sem verður nk. mánudagskvöld í félagheimilinu. Gott er að fylgjast með félagslífinu og er aðalfundur réttur vetfangur til að koma skoðunum sínum á framfæri og hafa áhrif á gang mál. Kosið verður í stjórn og að venju er kosið um fjóra stjórnarmenn af sjö. Formaður félagsins er kosinn til eins árs í senn og gefur núverandi formaður, Bjarni Finnsson, ekki kost á sér áfram. Einnig er kosið um tvo meðstjórnendur og ritara félagsins. Af núverandi stjórnamönnum,sem á að kjósa um, gefur Þorgrímur varaformaður ekki kost á sér áfram en Valgerður ritari og Eyjólfur meðstjórnandi gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
Munið að vera búin að greiða félagsgjöldin til að hafa atkvæðarétt á aðalfundinum.
Vetrarmót á laugardaginn
Á laugardaginn verður vetrarmót Fáks. Mótið byrjar kl. 13:30 á pollaflokki (á Brekkuvellinum). Að venju er það svo börn, unglingar, ungmenni, konur II, karlar II, konur I og karlar I.
Skráning samdægurs í félagsheimilinu frá kl. 12:30 - 13:00 og er skráningargjaldið kr. 1.000 fyrir ungmenni og fullorðna (pollar, börn og unglingar greiða ekki skráningargjald).

Hið árlega Fjölskyldubingó Fáks verður haldið á vegum Æskulýðsdeildar Fáks,  mánudaginn 29. mars í Félagsheimilinu. Bingóið hefst stundvíslega kl 18:00 ! 
Við ætlum að byrja á því að spila bingó í klukkutíma og borða svo saman pizzur. Aðalfundur Fáks hefst síðan kl 20:00.
Bingóspjaldið kostar 250 kr.
 Pizzasneið og gos glas kostar aðeins 100 kr. 
Tilvalið að sleppa við eldamennskuna og skella sér með alla fjölskylduna í Pizzaparty og bingó í Félagsheimili Fáks. 
Mikill fjöldi glæsilegra vinninga!
Hlökkum til að sjá ykkur.
Æskulýðsdeild Fáks

Aðalfundundur félag hesthúseigenda í Víðidal/Víðidalsfélgsins verður haldinn í félagsheimili Fáks miðvikudaginn 7. apríl nk. kl. 20:00.
Dagskrá
Hefðbundin aðalfundarstörf.

 Inn á myndasíðuna eru komnar myndir frá Kvennakvöldinu. Glæsilegar stúlkur í flottum fötum (ekki fyrir viðkvæma). Smellið á myndasíðuna á heimasíðunni (til vinstri) eða á þennan link http://fakur.is/gallery.php?full=1&id=258
Bikarmót í Reiðhöllinni í kvöld (föstudagskvöld). Keppt verður í tölti á milli hestamannafélagana og einnig verður stjórnartölt þar sem einn fulltrúi frá hverju hestamannafélagi kemur og keppir. Stutt skemmtun og mikil stemming á áhorfendapöllunum, frítt inn og allir að mæta og hvetja Fáksliðið. Kepnin byrjar kl. 20:00 og er lokið upp úr níu.
Eftir síðasta rok hefur plast og annað rusl safnast á svæðið og ef allir taka upp eitt rusl þá yrði svæðið nokkuð hreint – hjálpumst að að halda svæðinu hreinu og þrífum til í kringum okkur.