Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands

25.03.2009
Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður annað kvöld þ.e.  fimmtudagskvöldið 26.  mars kl. 20:00 í Þingborg. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður annað kvöld þ.e.  fimmtudagskvöldið 26.  mars kl. 20:00 í Þingborg. Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
  1. Fundarsetning, skipun starfsmanna fundarins
  2. Skýrsla stjórnar, Sveinn Steinarsson
  3. Reikningar, Bertha Kvaran
  4. Umræður og afgreiðsla skýrslu stjórnar og reikninga
  5. Reikningar afgreiddir
  6. Tekin ákvörðun um félagsgjald 2009, tillaga frá stjórn
  7. Kosningar, kosið verður um tvo menn í aðalstjórn og þrjá varamenn
  8. Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara
  9. Kosning, fulltrúa og varamanna á aðalfund BSSL og aðalfund FH
  10. Tillögur lagðar fram og kynntar
  11. Umræður og afgreiðsla tillagna.
  12. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma, flytur erindi
  13. Umræður og fyrirspurnir um erindið
  14. Önnur mál

Úr stjórn eiga að ganga Helgi Eggertsson og Ólafur Einarsson. Ólafur gefur kost á sér áfram en Helgi ekki. Talsverðar umræður hafa átt sér stað meðal hrossaræktenda varðandi hugmyndir fagráðs í hrossarækt um breytingar á sýningarfyrirkomulagi og vægi einstakra eiginleika í kynbótadómi. Stjórn HS ákvað því að leggja fyrir fundinn tillögur varðandi þau mál. Það er því mjög brýnt að sem flestir félagsmenn sjái sér fært að mæta og taka þátt í umræðum um þau mál. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma mun flytja erindi um þá heiftarlegu salmonellusýkingu sem varð í hrossastóði í landi Norðurgrafar við Esjurætur í desember á síðasta ári. Það er örugglega gott fyrir alla sem halda hross að heyra meira um þennan atburð og hvort búið sé að finna ástæðu sýkingarinnar og hvernig hinn almenni hestamaður geti  greint svona uppákomu á frumstigi. Stjórnin hvetur félagsmenn til að fjölmenna á fundinn.

Stjórn Hrossaræktarsamtaka Suðurlands