Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands

31.03.2011
Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður fimmtudagskvöldið 31. mars kl. 20:00 í Hliðskjálf félagsheimili hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi. Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður fimmtudagskvöldið 31. mars kl. 20:00 í Hliðskjálf félagsheimili hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi.

Dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf. Kjósa á um formann en Sveinn Steinarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér áfram. Halldór Guðjónsson og Bertha Kvaran hafa tilkynnt að þau sjái sér ekki fært að sitja lengur í stjórn. Gestur fundarins verður að þessu sinni Sigurbjörg Þorsteinsdóttir Dr.Med.Sc. ónæmisfræðingur hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum en hún mun kynna nýjustu niðurstöður í rannsóknum á sumarexemi. Erindið nefnist: Sumarexem (smámýsofnæmi í hestum) möguleikar á meðferð.

Rétt er að benda á að fundargerðir stjórnar eru aðgengilegar á slóðinni http://www.bssl.is/ en þar eru Hrossaræktarsamtökin með undirsíðu.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest á aðalfundinum.

Stjórn Hrossaræktarsamtaka Suðurlands