Aðeins má keppa fyrir eitt félag

03.04.2018

Af gefnu tilefni vilja keppnis- og laganefnd LH koma því á framfæri við mótshaldara og keppendur á hinum ýmsu mótum félaga innan LH, að keppandi má aðeins keppa fyrir eitt félag á hverju keppnistímabili. Sjá nánar í grein 3.3.3. í Lögum og reglum LH.

Dálítið hefur borið á því að félagar sem eru skráðir og skuldlausir í fleiri en einu félagi, séu að keppa á lokuðum mótum í fleiri en einu félagi. Það stenst ekki lög og reglur LH.

Vilji hins vegar mótshaldarar leyfa fleiri keppendum að taka þátt í mótum á sínum vegum, er lausnin að opna mótin.

Keppnisnefnd LH
Laganefnd LH