Æft í rigningu

02.08.2009
Einar Öder og Siggi Sig / Ljósm. MG
Íslenska landsliðið átti æfingatíma á keppnisvöllunum í dag og nýttu flestir knaparnir sér þann tíma. Menn riðu ýmist prógramm,  fet nokkra hringi eða teymdu hestana á hjóli eftir skeiðbrautinni.  Íslenska landsliðið átti æfingatíma á keppnisvöllunum í dag og nýttu flestir knaparnir sér þann tíma. Menn riðu ýmist prógramm,  fet nokkra hringi eða teymdu hestana á hjóli eftir skeiðbrautinni. 

Hestarnir eru almennt í góðu formi og virðast engu hafa gleymt frá því þeir fóru að heiman. Rigning var á mótsvæðinu í dag og var þrumuveður á tíma meðan Íslendingarnir voru að æfa sig. Það er spáð rigningu aftur á morgun en síðan er spáð sól og blíðu fram yfir helgi.

Í dag fóru öll kynbótahrossin í læknis- og fótaskoðun og í fyrramálið verða allir íþróttakeppnishestarnir skoðaðir.

Kynbótahrossin fara öll í byggingadóm á morgun og hefjast dómar klukkan tíu.