Æskan og hesturinn Akureyri

27.03.2009
Það stefnir í stórsýningu á Akureyri 2. maí. Þá mun hestamannafélagið Léttir standa fyrir sýningunni Æskan og hesturinn. Þessi sýning hefur verið haldin á Sauðárkróki undanfarin ár, en samkomulag var gert nýlega um að halda sýninguna til skiptis annað hvert ár á Sauðárkróki og Akureyri. Það stefnir í stórsýningu á Akureyri 2. maí. Þá mun hestamannafélagið Léttir standa fyrir sýningunni Æskan og hesturinn. Þessi sýning hefur verið haldin á Sauðárkróki undanfarin ár, en samkomulag var gert nýlega um að halda sýninguna til skiptis annað hvert ár á Sauðárkróki og Akureyri.

Andrea Þorvaldsdóttir, í æskulýðsnefnd Léttis, segir að búast megi við að um 200 börn muni taka þátt í sýningaratriðum. Hins vegar sé rennt blint í sjóinn með aðsókn að sýningunni. Þeim gæti fjölgað þar sem nú sé stefnt að því að fá þátttakendur frá Dalvík og úr Þingeyjarsýslum.

„Í reiðhöll Léttis eru sæti fyrir 600 áhorfendur. Vonandi verður það ekki nóg,“ segir Andrea í léttum tóni. „Það verða tvær sýningar, báðar laugardaginn 2. maí, sú fyrri klukkan 13.00 og sú síðari kukkan16.00. Um kvöldið er svo stefnt að því að halda kvennatölt, svona til að nýta ferðina fyrir þá sem koma langt að. Sem dæmi þá er búist við að um 50 börn komi frá hestamannafélaginu Þyti og það munu væntanlega margar mæður fylgja þeim.

Það eru komnar meldingar frá Dalvík, en ekki úr Þingeyjarsýslunum ennþá. Hins vegar er skráning ný hafin svo það er ekkert að marka ennþá. Skráningarfrestur í þátttöku er til 7. Apríl. Hægt er að skrá á netfangið: ath@raftakn.is og nánari upplýsingar í síma: 864-6430 eftir kl 16:30 á virkum dögum og allan daginn um helgar..

Við þurfum að fá upplýsingar um:

1 fjölda þátttakenda,
2 nöfn þátttakenda  og hestanna þeirra.
3 ábyrgðarmann og símanúmer hans
4 hvort það eru leikmunir í atriðinu

Hvert atriðið má vera allt að 3 mínútur og biðjum við félög með færri krakka að vera bara með eitt atriði til að sýningin verði ekki löng. Skila þarf inn tónlist með hverju atriði.

Þeir sem vilja koma á föstudeginum fyrir sýninguna, og jafnvel vera fram á sunnudag, geta haft samband við Magnús Árnason í 899-6296. Hann verður fólki innan handar með hesthúsapláss.