Æskan og hesturinn Akureyri

29.04.2009
Hestamannafélagið Léttir mun standa fyrir sýningunni Æskan og hesturinn á Akureyri 2. maí. Þessi sýning hefur verið haldin á Sauðárkróki undanfarin ár, en samkomulag var gert um að halda sýninguna til skiptis annað hvert ár á Sauðárkróki og Akureyri. Hestamannafélagið Léttir mun standa fyrir sýningunni Æskan og hesturinn á Akureyri 2. maí. Þessi sýning hefur verið haldin á Sauðárkróki undanfarin ár, en samkomulag var gert um að halda sýninguna til skiptis annað hvert ár á Sauðárkróki og Akureyri.

Andrea Þorvaldsdóttir, í æskulýðsnefnd Léttis, segir að 190 börn taki þátt í sýningaratriðum. Hins vegar sé rennt blint í sjóinn með aðsókn að sýningunni.

„Í Top Reiter höllinni eru sæti fyrir 800 áhorfendur. Vonandi verður það ekki nóg,“ segir Andrea í léttum tóni. „Það verða tvær sýningar, báðar laugardaginn 2. maí, sú fyrri klukkan 13.00 og sú síðari kukkan16.00. Húnvetningar ætla að koma norður á föstudaginn og gista í félagsheimilinu Skeifunni og koma með 64 hesta með sér sem redda þarf hesthúsaplássi fyrir. Það er allt að hafast. Það er mikill áhugi er fyrir sýningunni, en þó við hefðum við viljað sá fleiri félög taka þátt. Þá aðallega félögin hér austan við okkur. Grani á Húsavík kemur þó nýtt inn og einnig Funi og Hringur. Sem er bara frábært,“ segir Andrea.

„Hestamannafélagið Neisti verður með sýningu á Kardimommubænum og Þytur ætlar að rifja upp gamla tímann fyrir okkur. Léttfeti, Stígandi og Svaði koma með atriði saman því tíminn er takmarkaður á hvert félag og ætla þau meðal annars að vera með Abba atriði. Yngri krakkarnir í Létti munu opna sýninguna og þau eldri ljúka henni. Það er mikil spenna og tilhlökkun hjá okkur og vonandi koma margir til að horfa á.“