Æskulýðsdagur í Friðheimum 18.maí

24.05.2011
Þetta er fjórða árið sem Friðheimafólkið býður Grunnskóla Bláskógabyggðar heim í samstarfi við æskulýðsnefnd Loga. Þetta er fjórða árið sem Friðheimafólkið býður Grunnskóla Bláskógabyggðar heim í samstarfi við æskulýðsnefnd Loga.

Dagurinn hefur fengið nafnið Æskulýðsdagur, þar sem börnum skólans er kynnt starfið hjá hestamannafélaginu ásamt því að fá fræðslu um íslenska hestinn og reiðmennsku á Friðheimum, en Knútur Ármann hefur kennt við skólann hestamennsku í vali í nokkur ár.



Unglingarnir í hestavalinu teymdu undir yngri börnum og sýndu þeim svo flotta sýningu á hestum. Þar voru gangtegundir íslenska hestsins kynntar, þrjár stúlkur sýndu hesta í tvítaum. Þá voru ásetuæfingar og hindrunarstökk ásamt glæsilegri munsturreið í búningum.



Þetta var í alla staði glæsilegt hjá unglingunum og greinilegt að þarna eru margir upprennandi knapar á ferð.
Við hjá æskulýðsnefnd Loga þökkum mikið vel fyrir daginn og heimboðið að Friðheimum.

Æskulýðsnefndin.